Fréttir

16. september 2020 09:13

Hlutafjárútboði Icelandair Group hf. lauk kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september 2020

Hlutafjárútboð Icelandair Group hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 16. september og lauk kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september. Hægt var að taka þátt í útboðinu á vef bankans.

Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group. Gefi eftirspurn tilefni til hefur félagið heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu þannig að þeir nemi samtals allt að 23.000.000.000. Nýju hlutunum fylgja áskriftarréttindi sem samsvara allt að 25% af skráningu nýrra hluta í útboðinu.

Tveir áskriftarmöguleikar voru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun. Verðið er 1,0 króna á hlut og er eins í tilboðsbókum A og B. Lágmarksáskrift tilboðsbókar A er umfram 20 milljónir króna að kaupverði og lágmarksáskrift tilboðsbókar B er 100.000 krónur að kaupverði.

Áskriftarréttindin veita fjárfesti rétt, en ekki skyldu, til að kaupa hlutabréf í Icelandair Group í þremur skrefum á gengi sem samsvarar útboðsgengi (1,0 króna á hlut) að viðbættri 15% árlegri hækkun. Áskriftarréttindin eru flokkuð sem flókinn fjármálagerningur og til að meta hvort fjárfestar hafi nægjanlega þekkingu og reynslu til að skilja áhættuna sem felst í áskriftarréttindunum þurfa þeir að fara í gegnum tilhlýðileikamat, í formi spurningalista, áður en þeir skrá áskrift sína í rafrænu áskriftarkerfi útboðsins.

Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í félaginu eru fjárfestar hvattir til að kynna sér allar upplýsingar um Icelandair Group og lýsingu félagsins sem dagsett er 8. september 2020, og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsinguna má finna á vefsíðu Icelandair Group, https://www.icelandairgroup.is/.

Hlutafjárútboð Icelandair Group

 

20. október 2020 08:00

Hagspá Landsbankans 2020-2023: Veruleg viðspyrna næsta haust

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn.


Nánar

19. október 2020 13:36

HEIMA fékk Gulleggið í ár

Viðskiptahugmyndin Heima sigraði í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.


Nánar

19. október 2020 07:59

Vikubyrjun 19. október 2020

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, sé miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista