Fréttir

08. september 2020 20:50

Hlutafjárútboð Icelandair Group samþykkt á hluthafafundi

Hluthafar Icelandair Group samþykktu tillögur félagsins um hlutafjárhækkun og að félagið hafi heimild til að gefa út áskriftarréttindi þeim sem kaupa hluti í útboðinu á hluthafafundi sem haldinn var 9. september 2020.

Útboðið hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 16. september 2020 og lýkur kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september 2020.

Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group hf. en heimilt verður að stækka útboðið í 23.000.000.000 hluti. Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun. Verð á hlut er eins í tilboðsbókum A og B, 1,0 krónur fyrir hvern hlut. Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 18. september 2020.

Landsbankinn og Íslandsbanki eru umsjónaraðilar útboðsins.

Nánari upplýsingar um útboðið

18. september 2020 12:27

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar verulega, annan mánuðinn í röð

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í ágúst. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Verðhækkanir í sumar voru talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan.


Nánar

18. september 2020 08:07

Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandair Group

Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16.00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum.


Nánar

17. september 2020 13:28

Reyna að nýta sér stolin kortanúmer

Valitor varaði í gær, 16. september, við tölvupóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor. Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér nú kortaupplýsingarnar sem þeir fengu með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista