Fréttir

03. september 2020 09:16

Útibúið í Mjódd lokar tímabundið vegna sóttkvíar starfsfólks

Útibúi Landsbankans í Mjódd hefur verið lokað tímabundið þar sem starfsfólk útibúsins er komið í sóttkví eftir að einn starfsmaður þess greindist með Covid-19.

Samkvæmt upplýsingum frá smitrakningarteymi almannavarna er verið að meta hvort þörf sé á frekari viðbrögðum, s.s. hvort hafa þurfi samband við viðskiptavini sem komu í útibúið sl. mánudag og þriðjudag.

Eftir vinnulok á þriðjudag fékk starfsmaður útibúsins upplýsingar um að fjölskyldumeðlimur sem hann hafði umgengist um helgina væri kominn í sóttkví vegna Covid-19. Hann mætti ekki til vinnu í gær, miðvikudag, en fór í sýnatöku og seinnipart dags var staðfest að hann hafði smitast af Covid-19. Alls nær sóttkvíin til 13 starfsmanna bankans.

Landsbankinn mun hafa samband við viðskiptavini sem áttu pantaðan tíma í Mjódd til að bóka nýjan tíma hjá ráðgjafa í öðru útibúi.

Sjálfsafgreiðslutæki bankans í Mjódd eru áfram aðgengileg viðskiptavinum og leitast verður við að tryggja viðskiptavinum aðstoð við notkun þeirra á meðan útibúið er lokað. Við bendum einnig viðskiptavinum á að nýta sér appið og netbankann.

Uppfært 17. september. Nú er aftur hægt að panta tíma í ráðgjöf í útibúi Landsbankans í Mjódd á landsbankinn.is eða með því að senda tölvupóst á landsbankinn@landsbankinn.is.

Afgreiðslutími útibúa

Tymczasowe zamknięcie oddziału banku w Mjódd z powodu kwarantanny pracowników


18. september 2020 12:27

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar verulega, annan mánuðinn í röð

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í ágúst. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Verðhækkanir í sumar voru talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan.


Nánar

18. september 2020 08:07

Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandair Group

Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16.00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum.


Nánar

17. september 2020 13:28

Reyna að nýta sér stolin kortanúmer

Valitor varaði í gær, 16. september, við tölvupóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor. Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér nú kortaupplýsingarnar sem þeir fengu með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista