Fréttir

09. júlí 2020 12:28

Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán fyrir fyrirtæki. Nánari upplýsingar um úrræði fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum af heimsfaraldri Covid-19 eru á vef bankans.

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau kunna að verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Finnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Stuðningslán

Stuðningslán nýtast minni og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti í tekjum vegna faraldursins. Fjárhæð stuðningslána getur numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á rekstrarárinu 2019. Ríkið ábyrgist stuðningslán að 10 milljónum króna og 85% af fjárhæð sem er umfram 10 milljónir króna, þó að hámarki 40 milljónir króna.

Stuðningslán

Viðbótarlán

Viðbótarlán eru ætluð fyrir fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna faraldursins. Þau henta fyrst og fremst meðalstórum og stórum fyrirtækjum og geta numið allt að 1.200 milljónum króna. Ríkið mun ábyrgjast allt að 70% af láninu.

Viðbótarlán

Lokunarstyrkir

Fyrirtæki, sem var gert skylt að loka vegna samkomubanns, geta sótt um lokunarstyrk til ríkisins.

Lokunarstyrkir

Tímabundinn greiðslufrestur

Fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði hjá sínum aðalviðskiptabanka. Frestun greiðslna geta þó ekki varað lengur en til ársloka 2020.

Tímabundinn greiðslufrestur


18. september 2020 12:27

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar verulega, annan mánuðinn í röð

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í ágúst. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Verðhækkanir í sumar voru talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan.


Nánar

18. september 2020 08:07

Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandair Group

Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16.00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum.


Nánar

17. september 2020 13:28

Reyna að nýta sér stolin kortanúmer

Valitor varaði í gær, 16. september, við tölvupóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor. Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér nú kortaupplýsingarnar sem þeir fengu með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista