Fréttir

09. júlí 2020 12:28

Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán fyrir fyrirtæki. Nánari upplýsingar um úrræði fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum af heimsfaraldri Covid-19 eru á vef bankans.

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau kunna að verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Finnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Stuðningslán

Stuðningslán nýtast minni og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti í tekjum vegna faraldursins. Fjárhæð stuðningslána getur numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á rekstrarárinu 2019. Ríkið ábyrgist stuðningslán að 10 milljónum króna og 85% af fjárhæð sem er umfram 10 milljónir króna, þó að hámarki 40 milljónir króna.

Stuðningslán

Viðbótarlán

Viðbótarlán eru ætluð fyrir fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna faraldursins. Þau henta fyrst og fremst meðalstórum og stórum fyrirtækjum og geta numið allt að 1.200 milljónum króna. Ríkið mun ábyrgjast allt að 70% af láninu.

Viðbótarlán

Lokunarstyrkir

Fyrirtæki, sem var gert skylt að loka vegna samkomubanns, geta sótt um lokunarstyrk til ríkisins.

Lokunarstyrkir

Tímabundinn greiðslufrestur

Fyrirtæki geta sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði hjá sínum aðalviðskiptabanka. Frestun greiðslna geta þó ekki varað lengur en til ársloka 2020.

Tímabundinn greiðslufrestur


04. ágúst 2020 09:15

Vikubyrjun 4. ágúst 2020

Hagstofan birti á dögunum bráðabirgðatölur um flutninga fólks til og frá landinu á öðrum ársfjórðungi og er greinilegt að útbreiðsla Covid-19-faraldursins hefur þar haft áhrif. Mun færri íslenskir ríkisborgarar fluttu af landi brott og að sama skapi fluttu mun færri erlendir ríkisborgarar til landsins en oft áður á þessum tíma árs.


Nánar

30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

30. júlí 2020 10:42

Hagsjá: Aukin sala nýbygginga

Fleiri nýjar íbúðir seldust á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Mikið hefur verið byggt á síðustu árum og sums staðar hefur verð lækkað.


Nánar

Skráðu þig á póstlista