Fréttir

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.

Mynd af styrkþegum

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2020

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

 • Áróra Friðriksdóttir – Kvennaskólinn í Reykjavík
 • Klara Margrét Ívarsdóttir – Verzlunarskóli Íslands
 • Sigrún Ásta Jónsdóttir – Gribskov framhaldsskólinn

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

 • Guðrún Svava Gomez – bifvélavirkjun við Meistaraskólann
 • Njáll Halldórsson – flugnám við Flugskóla Íslands
 • Tinna Marín K. Norðdahl – atvinnuflugnám hjá Keili

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

 • Benedikt Fadel Farag – byggingaverkfræði við Háskóla Íslands
 • Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir – fornfræði, latína og gríska við Háskóla Íslands
 • Vigdís Gunnarsdóttir – stærðfræði við Háskóla Íslands

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

 • Bríet Dögg Bjarkadóttir – doktorsnám í læknavísindum við Oxford-háskóla
 • Esther Hallsdóttir – meistaranám í opinberri stefnumótun við Harvard-háskóla
 • Kjartan Pálsson – meistaranám í stærðfræði og gervigreind við Oxford-háskóla

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

 • Benedikt Gylfason – grunnnám í klassískum ballet við Listaháskólann í Osló
 • Gríma Eir Geirs Irmudóttir – heimildarmyndagerð við Listaháskólinn í London
 • Ragnar Jónsson – meistaranám í sellóleik við Tónlistarskólann í Mannheim.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Jakobína H. Árnadóttir, mannauðsráðgjafi, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans.

Nánari upplýsingar um námsstyrki

18. september 2020 12:27

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar verulega, annan mánuðinn í röð

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í ágúst. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Verðhækkanir í sumar voru talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan.


Nánar

18. september 2020 08:07

Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandair Group

Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16.00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum.


Nánar

17. september 2020 13:28

Reyna að nýta sér stolin kortanúmer

Valitor varaði í gær, 16. september, við tölvupóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor. Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér nú kortaupplýsingarnar sem þeir fengu með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista