Fréttir

22. júní 2020 12:45

Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans

Í ár verður Menningarnótt með breyttu sniði til þess að stefna ekki of miklum mannfjölda saman í samræmi við tilmæli almannavarna vegna Covid-19 ástandsins. Hátíðin dreifist því yfir 10 daga og fer fram dagana 13.-23. ágúst.

Borgarbúar geta því notið hátíðarinnar dag eftir dag, nótt eftir nótt.

Nú er auglýst eftir frumlegum hugmyndum til að fylla inn í nýstárlegt viðburðalandslag Menningarnætur 2020.

Veittir verða styrkir á bilinu 100.000-500.000 krónur. Listafólk, íbúar, rekstraraðilar, félagasamtök og allir áhugasamir geta sótt um styrki. Allt er þetta gert til að lífga upp á miðborgina í nafni Menningarnætur, þátttökuhátíðina sem borgarbúar skapa og upplifa saman.

Ert þú með góða hugmynd að atriði? Komdu í pottinn!

Frestur til að sækja um í Menningarnæturpottinn er til 3. júlí næstkomandi.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans, sem verið hefur máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi.

Í ár verður tækifæri til að gleðjast saman, nótt eftir nótt með þátttöku listafólks, gesta og gangandi.

Allt um Menningarnótt

03. júlí 2020 10:53

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 mö.kr. (276 m.evra) í júní.


Nánar

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.


Nánar

29. júní 2020 18:24

Umræðan: Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsvandann er til umfjöllunar í nýrri greinaröð Ara Skúlasonar hagfræðings á Umræðunni. Landsbankinn telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim breytingum sem framundan eru.


Nánar

Skráðu þig á póstlista