Fréttir

28. maí 2020 16:34

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur undanfarið fest sig í sessi sem það fjármálafyrirtæki sem býður samkeppnishæfustu útlánsvextina. Frá því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst hefur Landsbankinn að jafnaði lækkað útlánsvexti meira en innlánsvexti.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,50 prósentustig og vextir verðtryggðra íbúðalána lækka um 0,30 prósentustig.

Kjörvextir óverðtryggðra útlána lækka um 0,50 prósentustig og kjörvextir verðtryggðra lána lækka um 0,30 prósentustig. Vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,50 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækka um allt að 0,75 prósentustig.

Innlánsvextir lækka um 0,05 - 0,75 prósentustig.

Ný vaxtatafla tekur gildi 1. júní nk. og munu nánari upplýsingar koma fram þar.

Landsbankinn lækkaði síðast vexti þann 14. apríl sl. en sú lækkun tók einkum mið af lækkun á bankaskatti.

03. júlí 2020 10:53

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 mö.kr. (276 m.evra) í júní.


Nánar

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.


Nánar

29. júní 2020 18:24

Umræðan: Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsvandann er til umfjöllunar í nýrri greinaröð Ara Skúlasonar hagfræðings á Umræðunni. Landsbankinn telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim breytingum sem framundan eru.


Nánar

Skráðu þig á póstlista