Fréttir

25. maí 2020 08:00

Pantaðu tíma þegar þér hentar

Samhliða tilslökun á samkomutakmörkunum er þjónusta í útibúum Landsbankans smám saman að færast í fyrra horf. Við hvetjum viðskiptavini engu að síður til að panta tíma til að fá afgreiðslu þegar þeim hentar.

Útibú og afgreiðslur bankans eru opin samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Til að hægt sé að virða tveggja metra regluna eru viðskiptavinir hvattir til að panta tíma fyrirfram. Með því að panta tíma er hægt að fá enn markvissari þjónustu og sleppa við bið eftir afgreiðslu.

Hægt er að panta tíma á Landsbankinn.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Þú getur pantað tíma í útibúi eða Fyrirtækjamiðstöð eða pantað tíma fyrir símtal þegar þér hentar. Við tökum frá tíma fyrir þig.

Panta tíma

Þjónustuverið er einnig opið fá kl. 9.00-16.00. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000, í gegnum netspjall og með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.

Við bendum á að:

  • Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
  • Hægt er að leggja inn eða taka út, greiða reikninga og millifæra í hraðbönkum Landsbankans sem eru á um 60 stöðum um allt land. Fjarlægð í næsta hraðbanka má finna í Landsbankaappinu.
  • Á vef bankans er hægt að sækja um og ljúka umsóknarferli vegna frestunar afborgana íbúðalána og sérstakrar útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna Covid-19

Upplýsingar um úrræði fyrir einstaklinga

Upplýsingar um úrræði fyrir fyrirtæki

03. júlí 2020 10:53

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Velta á gjaldeyrismarkaði nam 42,2 mö.kr. (276 m.evra) í júní.


Nánar

02. júlí 2020 14:49

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 1. júlí sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fyrsta skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 500 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini bankinn sem veitir námsstyrki.


Nánar

29. júní 2020 18:24

Umræðan: Fjármálageirinn og loftslagsvandinn

Hlutverk fjármálageirans í baráttunni við loftslagsvandann er til umfjöllunar í nýrri greinaröð Ara Skúlasonar hagfræðings á Umræðunni. Landsbankinn telur mikilvægt að fjalla um loftslagsmál og hið mikilvæga hlutverk sem fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaðir munu gegna í þeim breytingum sem framundan eru.


Nánar

Skráðu þig á póstlista