Fréttir

02. apríl 2020 15:26

Rafræn undirritun á frestun greiðslna – úrræðið virkt frá 1. apríl

Viðskiptavinir Landsbankans sem hafa orðið fyrir óvæntri tekjuskerðingu geta nú undirritað umsókn um frestun greiðslna af íbúðalánum með rafrænum hætti á vef bankans. Úrræðið getur náð til gjalddaga lána frá og með 1. apríl.

Rafrænt umsóknarferli og undirritun

Vegna efnahagslegra afleiðinga Covid-19 hafa allmargir viðskiptavinir óskað eftir að greiðslum af íbúðalánum verði frestað. Landsbankinn leggur áherslu á að geta brugðist hratt við þessum óskum og undanfarna daga hefur mikil vinna verið lögð í að gera umsóknarferlið rafrænt. Til að hægt sé að fresta greiðslum þarf að útbúa viðauka við lánið. Nú er hægt að skrifa undir viðaukann með rafrænum skilríkjum á vef bankans en áður þurfti að koma í útibú til að undirrita.

Þinglýsingargjald greiðist af lántaka

Landsbankinn innheimtir ekki gjald fyrir breytinguna en sýslumaður innheimtir þinglýsingargjald, að fjárhæð 2.500 kr., sem lántaki greiðir.

Um frestun greiðslna

Fresta má greiðslum af íbúðalánum um allt að sex mánuði. Hægt er að fresta gjalddögum frá og með 1. apríl, hafi greiðsla ekki þegar verið innt af hendi. Frestun greiðslna af íbúðalánum hentar fyrst og fremst einstaklingum og fjölskyldum sem verða fyrir óvæntri tekjuskerðingu.

Nánari upplýsingar og umsókn um frestun greiðslna


02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titillin í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar

02. júní 2020 10:37

Vikubyrjun 2. júní 2020

Efnahagsleg áhrif Covid-19 hafa komið mishart niður á viðskiptalöndum Íslands. Sum lönd upplifðu töluverðan samdrátt á meðan lítilsháttar aukning mældist í öðrum. Þannig var 5,4% samdráttur í Frakklandi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Í Þýskalandi var 2,3% samdráttur og 1,6% samdráttur í Bretlandi. Í Bandaríkjunum var hins vegar 0,3% hagvöxtur og einnig var lítilsháttar hagvöxtur í Svíþjóð og Noregi á fyrsta fjórðungi ársins.


Nánar

29. maí 2020 13:57

Hagsjá: Sterkur vinnumarkaður síðustu ára á miklu undanhaldi

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar fækkaði starfandi fólki um 22.300 milli aprílmánaða 2019 og 2020. Hlutfall starfandi var 70,5% nú í apríl og hafði lækkað um 8,8 prósentustig frá apríl 2019. Hagstofan birtir tölur úr vinnumarkaðsrannsókn sinni aftur til ársins 2003. Bæði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi hefur ekki verið lægra en nú á öllu því tímabili.


Nánar

Skráðu þig á póstlista