Fréttir

13. febrúar 2020 08:30

Landsbankinn breytir vöxtum

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,15 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og breytilegir vextir á öðrum óverðtryggðum útlánum, s.s. yfirdráttarlánum og bíla- og tækjalánum, lækka um allt að 0,25 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra innlána standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,20 prósentustig en fastir vextir innlána lækka um 0,15-0,25 prósentustig.

Vextir verðtryggðra innlána og útlána haldast óbreyttir.

Nánari upplýsingar koma fram í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi 13. febrúar 2020.

08. apríl 2020 10:49

Hagsjá: Spáum lítilli breytingu á vísitölu neysluverðs í apríl

Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 29. apríl. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 2,1% í 1,9%.


Nánar

08. apríl 2020 10:33

Hagsjá: Gert er ráð fyrir miklum samdrætti í ferðalögum í heiminum

Ferðaþjónustan er líklegast sú atvinnugrein sem mun finna hvað mest fyrir efnahagslegum áhrifum af Covid-19 faraldrinum.


Nánar

07. apríl 2020 17:08

Landsbankinn lækkar útlánsvexti

Ný vaxtatafla tekur gildi þann 14. apríl nk. og styrkir bankinn sig þar með í sessi sem það fjármálafyrirtæki sem býður samkeppnishæfustu útlánavextina.


Nánar

Skráðu þig á póstlista