Fréttir

13. febrúar 2020 08:30

Landsbankinn breytir vöxtum

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,15 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og breytilegir vextir á öðrum óverðtryggðum útlánum, s.s. yfirdráttarlánum og bíla- og tækjalánum, lækka um allt að 0,25 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra innlána standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,20 prósentustig en fastir vextir innlána lækka um 0,15-0,25 prósentustig.

Vextir verðtryggðra innlána og útlána haldast óbreyttir.

Nánari upplýsingar koma fram í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi 13. febrúar 2020.

25. febrúar 2020 10:01

Hagsjá: Húsnæðisverð og krónan voru helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðustu ár

Verðbólga hefur verið nokkuð lág og stöðug síðustu ár, a.m.k. á íslenskan mælikvarða. Samsetning verðbólgunnar hefur þó tekið talsverðum breytingum á tímabilinu.


Nánar

25. febrúar 2020 08:56

Hagsjá: Kortavelta erlendra ferðamanna dróst lítillega saman á síðasta ári

Veiking á gengi krónunnar á síðasta ári dró úr samdrætti kortaveltu erlendra ferðamanna.


Nánar

24. febrúar 2020 08:37

Hagsjá: Minnstu launabreytingar í níu ár - en kaupmáttur enn á uppleið

Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum er kaupmáttur enn að aukast. Kaupmáttur launa var þannig 3,2% meiri nú í janúar en í janúar í fyrra. Árið í fyrra var níunda árið í röð sem kaupmáttur launa jókst frá fyrra ári. Kaupmáttur dróst saman árin 2008-2010 en hafði aukist á hverju ári í 13 ár þar á undan.


Nánar