Fréttir

10. janúar 2020 14:16

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa

Tómstundastyrkir Klassa voru veittir á dögunum. Styrkirnir eru tíu talsins, hver að upphæð 30.000 kr. og eru þeir hugsaðir til að styðja við bakið á styrkþegum við að stunda tómstundir sínar á sviði menningar, lista eða íþrótta. Alls bárust um 1.300 umsóknir um tómstundastyrki í ár.

Eftirtaldir Klassafélagar hlutu styrk í ár:

Kristófer Freyr Ástuson - Íshokkí, Reykjavík
Eva María Wheeler - Fótbolti og körfubolti, Garðabær
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir - Knattspyrna og blak, Húsavik
Guðmundur Jón Þórðarson - Fótbolti, Höfn
Eva Stefánsdóttir - Píanó og fótbolti, Reykjavík
Gunnar Egill Guðlaugsson - Badminton og klifur, Hafnarfjörður
Elmar Leó Aðalsteinsson - Handbolti, Akureyri
Markús Andri Oyola Stefánsson - Fiðlunám, Eskifjörður
Júlía Sól Steinsson - Dans, Reykjavík
Margrét Rósa Sigfúsdóttir - Crossfit, Njarðvík

Um leið og við óskum styrkþegum til hamingju viljum við þakka öllum sem sóttu um og hvetjum þá til að sækja um aftur í næstu úthlutun.

 

30. mars 2020 16:00

Vegna álags getur þjónusta tekið lengri tíma

Við leggjum okkur fram um að veita skjóta og góða þjónustu en í sumum tilvikum getur þjónusta bankans nú tekið lengri tíma en venjulega. Ástæðan er sú að hluti af starfsfólki bankans vinnur á tvískiptum vöktum eða heima hjá sér í samræmi við tilmæli landlæknis en á sama tíma hefur fyrirspurnum og ýmsum úrlausnarefnum fjölgað.


Nánar

30. mars 2020 11:32

Umræðan: Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Vegna Covid-19 þurfa margir viðskiptavinir sem eru vanir að fara í útibú til að sinna bankaerindum að nýta sér aðrar leiðir. Í nýrri grein á Umræðunni eru svör við nokkrum algengum spurningum þeirra sem eru að nota netbankann eða appið í fyrsta sinn.


Nánar

30. mars 2020 11:30

Umræðan: Hvað geri ég ef tekjurnar lækka skyndilega?

Öll finnum við fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins. Auk áhrifanna sem smitvarnaaðgerðir hafa á daglegt líf okkar verða margir fyrir tímabundinni tekjulækkun eða tekjumissi á næstunni. Ýmis úrræði og lausnir eru í boði.


Nánar