Fréttir

10. janúar 2020 14:16

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa

Tómstundastyrkir Klassa voru veittir á dögunum. Styrkirnir eru tíu talsins, hver að upphæð 30.000 kr. og eru þeir hugsaðir til að styðja við bakið á styrkþegum við að stunda tómstundir sínar á sviði menningar, lista eða íþrótta. Alls bárust um 1.300 umsóknir um tómstundastyrki í ár.

Eftirtaldir Klassafélagar hlutu styrk í ár:

Kristófer Freyr Ástuson - Íshokkí, Reykjavík
Eva María Wheeler - Fótbolti og körfubolti, Garðabær
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir - Knattspyrna og blak, Húsavik
Guðmundur Jón Þórðarson - Fótbolti, Höfn
Eva Stefánsdóttir - Píanó og fótbolti, Reykjavík
Gunnar Egill Guðlaugsson - Badminton og klifur, Hafnarfjörður
Elmar Leó Aðalsteinsson - Handbolti, Akureyri
Markús Andri Oyola Stefánsson - Fiðlunám, Eskifjörður
Júlía Sól Steinsson - Dans, Reykjavík
Margrét Rósa Sigfúsdóttir - Crossfit, Njarðvík

Um leið og við óskum styrkþegum til hamingju viljum við þakka öllum sem sóttu um og hvetjum þá til að sækja um aftur í næstu úthlutun.

 

26. maí 2020 16:44

Afgreiðslan í Bolungarvík sameinast útibúinu á Ísafirði

Afgreiðsla Landsbankans í Bolungarvík mun sameinast útibúinu á Ísafirði þann 1. júlí næstkomandi. Landsbankinn hefur frá árinu 2015 rekið afgreiðslu í Ráðhúsi Bolungarvíkur en samhliða aukinni notkun á stafrænni þjónustu hefur eftirspurn eftir gjaldkeraþjónustu minnkað mikið.


Nánar

26. maí 2020 07:47

Hagsjá: Mikil hækkun launavísitölu í apríl – opinberi markaðurinn kominn inn aftur

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 3,3% milli mars og apríl. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,8%, sem er mun meiri ársbreyting en verið hefur síðustu mánuði. Þar sem verðbólga hefur verið lítil þýða þessar miklu launabreytingar að kaupmáttur tók stökk upp á við. Kaupmáttur launa jókst þannig um 2,8% milli mars og apríl og var 4,5% meiri nú í apríl en í apríl í fyrra. Sú staða er reyndar mjög athyglisverð í ljósi þess að hallað hefur verulega undan fæti í efnahagslífinu.


Nánar

25. maí 2020 11:45

Hagsjá: Verð íslenskra sjávarafurða hélt áfram að hækka á fyrsta ársfjórðungi

Efnahagsleg áhrif Covid-19 megnuðu ekki að lækka verð á íslenskum sjávarafurðum á fyrsta ársfjórðungi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista