Fréttir

Lána­sjóð­ur sveit­ar­fé­laga fær vott­un á um­gjörð um græn skulda­bréf

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf (e. Green Bond Framework). Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.
31. október 2019

Lánasjóður sveitarfélaga hefur fengið vottun á umgjörð félagsins í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf (e. Green Bond Framework). Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum í samræmi við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.

Verkefnin sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í umgjörð Lánasjóðsins en hann byggir á alþjóðlegum viðmiðum (e.Green Bond Principles) sem International Capital Market Association (ICMA) hefur sett saman og byggja á eftirfarandi stoðum:

  • Ráðstöfun fjármuna
  • Ferli um mat og val á verkefnum
  • Stýringu fjármuna
  • Upplýsingagjöf

Umgjörðin hefur hlotið vottun frá Sustainalytics sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili á heimsvísu. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við ofangreind viðmið ICMA.

Dæmi um fjárfestingar sem gætu fallið undir kröfur umgjarðarinnar eru umhverfisvænar samgöngur, vistvænar byggingar, endurnýjanleg orka og orkunýtni, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs).

Markaðir Landsbankans er samstarfsaðili Lánasjóðsins við gerð umgjörðarinnar sem og sölu og útgáfu grænu skuldabréfanna.

Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitafélaga segir: „Það er mikilvægt fyrir Lánasjóðinn að geta tekið virkan þátt í vinnu sveitarfélaga í umhverfis- og loftslagsmálum. Lánasjóðurinn vill gera hvað hann getur til að styðja við markmið stjórnvalda í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samvinnan við Landsbankann í þessu verkefni hefur verið ómetanleg og við hlökkum til að taka næstu skref.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans segir: „Fjármagnsmarkaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að útgáfu grænna skuldabréfa. Landsbankinn hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á ábyrgar fjárfestingar. Græn skuldabréf eru eignaflokkur sem fellur undir ábyrgar fjárfestingar og því hefur verið sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessari vegferð með Lánasjóði sveitarfélaga.“

MCI Green Bond Second Party Opinion

MCI Green Bond Framework

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur