27. september 2019 12:54
Fræðslufundur um netöryggismál fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana

Landsbankinn stendur fyrir fræðslufundi um netöryggismál fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana að morgni fimmtudagsins 3. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9.00 – 10.30.
Á fundinum munu netöryggissérfræðingar hjá Landsbankanum fjalla um hvernig bera má kennsl á fjársvikatilraunir og hvaða aðferðum fyrirtæki geta beitt til að koma í veg fyrir fjártjón af völdum netsvika. Fjallað verður um þekktar aðferðir netsvikara og hvernig fjársvikatilraunir hafa þróast undanfarna mánuði.
Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum H sem er á annari hæð á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Október er sérstaklega helgaður baráttunni fyrir auknu netöryggi í Evrópu og er fundurinn hluti af því átaki.
Við bendum einnig á aðgengilegt fræðsluefni um netöryggismál á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans.
Skráning á netöryggisfund 3. október
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
Nánar05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
Nánar22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Nánar