Fréttir

Lands­bank­inn kynn­ir nýj­ar leið­ir til að fram­kvæma greiðsl­ur (A2A-greiðslu­lausn)

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum.
4. júlí 2019

Landsbankinn er fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum. Viðskiptavinir bankans munu þannig t.d. geta notað app frá viðkomandi fyrirtæki til að millifæra íslenskar krónur af bankareikningi hjá Landsbankanum inn á bankareikninga hjá innlendum bönkum (e. „account to account“ eða A2A) án þess að nota aðrar lausnir bankanna, s.s. bankaöpp, netbanka eða greiðslukort.

Með þessu hefur Landsbankinn tekið mikilvægt skref að því sem nefnt er opið bankakerfi. Sú tækni sem opið bankaumhverfi byggir á nefnist forritaskil (e. „application programming interface“ eða API).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Tilgangurinn með opnu bankakerfi er að auka samkeppni í fjármálaþjónustu og stuðla að vöruþróun og nýsköpun. Landsbankinn tekur fullan þátt í þessari þróun og við sjáum í henni ýmis tækifæri fyrir viðskiptavini okkar og fyrir bankann. Með því að gefa út A2A-greiðslulausnina og bjóða fyrirtækjum að tengjast API-markaðstorgi Landsbankans sköpum við vettvang fyrir fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum okkar nýjar leiðir til að nýta sér þjónustu Landsbankans og taka um leið þátt í að móta framtíð bankaþjónustu. Þótt PSD2-tilskipunin um greiðsluþjónustu hafi ekki verið innleidd í lög hér á landi viljum við taka þetta skref núna og stuðla þannig að því að viðskiptavinir okkar njóti sem fyrst góðs af þeim breytingum sem eru að verða á fjármálaþjónustu.“

API-markaðstorg Landsbankans var opnað í febrúar 2019. Aðgangur að markaðstorginu er tvíþættur, annars vegar að prófunarumhverfi og hins vegar að raunumhverfi. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki hefur nýtt sér prófunarumhverfið og er tilbúið til að halda þróun áfram þarf að sækja um aðgang að raunumhverfi. Aðgangur að raunumhverfi fyrir A2A-greiðslulausnina er aðeins veittur fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði bankans, s.s. um fjárhagslegt heilbrigði, öryggisþætti hugbúnaðarlausnar og orðsporsáhættu, en lausnin er ætluð fyrirtækjum sem hyggjast verða greiðsluvirkjendur samkvæmt PSD2. Rétt er að taka fram að fyrirtæki fá ekki aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina nema að fengnu sérstöku samþykki þeirra.

Landsbankinn hefur einnig gefið út API-lausnir sem sýna upplýsingar um stöðu gjaldmiðla, vexti og verðskrá. Þær eru aðgengilegar öllum sem hafa áhuga á að nýta þær í tæknilausnum sínum á API-markaðstorgi Landsbankans. Fleiri lausnir eru væntanlegar.

PSD2 og opið bankakerfi

Í grein á Umræðunni er fjallað um Evróputilskipun um greiðsluþjónustu, PSD2, sem tók gildi í löndum Evrópusambandsins í ársbyrjun 2018. Hún kveður á um að bankar eigi að veita fyrirtækjum og öðrum sem vilja veita fjármálaþjónustu aðgengi að greiðslureikningum í opnu bankakerfi (e. open banking).

Opið bankakerfi

API-markaðstorg Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur