04. júlí 2019 08:20
Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Airwaves-vef bankans. Að þessu sinni mun bankinn birta eitt myndband í einu og fyrsti tónlistarmaðurinn í ár er Krassasig. Næstu tvö myndbönd verða frumsýnd þegar nær dregur hátíðinni.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin dagana 6. - 9. nóvember í miðborg Reykjavíkur. Landsbankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar frá árinu 2014. Í tengslum við hátíðina heldur bankinn úti vefnum Landsbankinn.is/IcelandAirwaves og þar hafa verið birt myndbönd og viðtöl við unga og upprennandi tónlistarmenn í gegnum árin. Á vefnum er hægt að fá forsmekkinn að einni stærstu tónlistarhátíð ársins og sjá dæmi um þá miklu grósku sem er í íslensku tónlistarlífi. Einnig geta viðskiptavinir Landsbankans keypt miða á sérstöku Landsbankaverði í gegnum vefinn.
Landsbankinn mun einnig standa að svokölluðum Off-venue tónleikum í tengslum við hátíðina. Nánari upplýsingar um tíma og staðsetningu kemur síðar.
Iceland Airwaves vefur Landsbankans - tónlistarmyndbönd og viðtöl
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.