13. júní 2019 15:04
Nokkrar breytingar verða gerðar á verðskrá Landsbankans frá og með 13. ágúst nk. Gjald fyrir úttekt með debetkorti í hraðbanka eða banka erlendis lækkar úr 2,0% í 1,0% en lagt verður á 800 kr. lágmarksgjald vegna úttektar. Gjald fyrir greiðslu með debetkorti hjá þjónustu- eða söluaðila erlendis var 1% en verður fellt niður.
Lágmarkslántökugjald vegna bíla- og tækjafjármögnunar mun hækka úr 10.000 kr. í 15.000 kr. Þá verður lagt á 15.000 kr. gjald vegna skjalagerðar til öflunar heimildar til að flytja tímabundið úr landi bíl sem á hvílir bílalán eða var keyptur með bílasamningi.
Álagi vegna innleystra skuldbindinga vegna vanskila við þriðja aðila verður breytt með eftirfarandi hætti:
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.