27. maí 2019 14:11
Innköllun á endurskinsmerkjum
Landsbankinn innkallar hér með endurskinsmerki sem afhent hafa verið í útibúum bankans frá september 2017. Ástæðan er sú að við athugun Umhverfisstofnunar á merkjunum komu upp frávik frá reglum um efnainnihald.
Endurskinsmerkin sem um ræðir eru með myndum af Sprotunum og eru merkt Landsbankinn ÍST EN 13356.
Foreldrar og forráðamenn barna sem hafa fengið endurskinsmerkin afhent eru beðin um að hætta notkun vörunnar og skila þeim sem plasti á næstu endurvinnslustöð eða í næsta útibú bankans. Landsbankinn hyggst útvega aðra gerð af endurskinsmerkjum og er stefnt að því nýju merkin verði til afhendingar í útibúum bankans í haust.
Viðskiptavinir sem fengu endurskinsmerkin afhent eru boðnir velkomnir í næsta útibú til að velja sér aðra gjafavöru í þeirra stað. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þetta veldur.
Tilkynning Umhverfisstofnunar
Wycofanie zawieszek odblaskowych

11. desember 2019 09:13
Vegna veðurs og rafmagnstruflana verður röskun á þjónustu í útibúum og afgreiðslum Landsbankans á Norður-, Austur og Suðausturlandi í dag.
Nánar10. desember 2019 10:22
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti, sanngirni og viðeigandi gagnsæi á gjaldeyrismarkaði.
Nánar11. desember 2019 10:13
Hlutfallslega færri nú en áður telja sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Útreikningar benda þó til þess að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna og hraðari eignamyndun húsnæðiseigenda gæti gert það að verkum að húsnæðiskostnaður virki ekki jafn íþyngjandi.
Nánar