22. maí 2019 10:46
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans vegna Menningarnætur sem haldin verður 24. ágúst. Veittir eru styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. til hópa og einstaklinga sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt.
Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Hægt er að sækja um á www.menningarnott.is til 26. maí.
11. desember 2019 09:13
Vegna veðurs og rafmagnstruflana verður röskun á þjónustu í útibúum og afgreiðslum Landsbankans á Norður-, Austur og Suðausturlandi í dag.
10. desember 2019 10:22
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti, sanngirni og viðeigandi gagnsæi á gjaldeyrismarkaði.
11. desember 2019 10:13
Hlutfallslega færri nú en áður telja sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Útreikningar benda þó til þess að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna og hraðari eignamyndun húsnæðiseigenda gæti gert það að verkum að húsnæðiskostnaður virki ekki jafn íþyngjandi.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.