Fréttir

17. apríl 2019 13:09

Landsbankinn opnar gjaldeyrishraðbanka í Smáralind

Gjaldeyrishraðbanki

Landsbankinn hefur opnað gjaldeyrishraðbanka í Smáralind og í honum er hægt að taka út evrur, Bandaríkjadali, pund og pólsk zloty. Hraðbankinn er aðgengilegur á opnunartíma Smáralindar.

Gjaldeyrishraðbankinn er á 2. hæð Smáralindar, við útganginn úr Smárabíói. Smáralind hefur mjög rúman opnunartíma og er hraðbankinn aðgengilegur fram á kvöld, meðan húsið er opið.

Landsbankinn rekur nú gjaldeyrishraðbanka á ellefu stöðum. Sama verðskrá gildir um úttektir úr gjaldeyrishraðbönkum eins og úr öðrum hraðbönkum. Ódýrara er að nota debetkort til að taka út gjaldeyri.

Hraðbankar Landsbankans

22. maí 2019 10:46

Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans vegna Menningarnætur 2019. Veittir eru styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. til hópa og einstaklinga sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt.


Nánar

27. maí 2019 07:50

Vikubyrjun 27. maí 2019

Hagvaxtarhorfur fyrir 2019 versnuðu nokkuð hratt í vetur í kjölfar gjaldþrots WOW air og loðnubrests. Fyrir um ári síðan spáðum við, Seðlabankinn og Hagstofan öll yfir 2% hagvexti á árinu 2019. Ný þjóðhagsspá frá okkur og þessum aðilum núna í maí gerir hins vegar ráð fyrir samdrætti í ár.


Nánar

24. maí 2019 07:40

Hagsjá: Atvinnuleysi eykst – en þó minna en ætla mætti

Skráð atvinnuleysi var langmest á Suðurnesjum í apríl og var komið upp í 6,4%, 6,2% meðal karla og 6,6% meðal kvenna. Aukning atvinnuleysis hefur verið mest á Suðurnesjum frá því í apríl 2018, eða um 4,2 prósentustig.


Nánar