Fréttir

17. apríl 2019 13:09

Landsbankinn opnar gjaldeyrishraðbanka í Smáralind

Gjaldeyrishraðbanki

Landsbankinn hefur opnað gjaldeyrishraðbanka í Smáralind og í honum er hægt að taka út evrur, Bandaríkjadali, pund og pólsk zloty. Hraðbankinn er aðgengilegur á opnunartíma Smáralindar.

Gjaldeyrishraðbankinn er á 2. hæð Smáralindar, við útganginn úr Smárabíói. Smáralind hefur mjög rúman opnunartíma og er hraðbankinn aðgengilegur fram á kvöld, meðan húsið er opið.

Landsbankinn rekur nú gjaldeyrishraðbanka á ellefu stöðum. Sama verðskrá gildir um úttektir úr gjaldeyrishraðbönkum eins og úr öðrum hraðbönkum. Ódýrara er að nota debetkort til að taka út gjaldeyri.

Hraðbankar Landsbankans

19. ágúst 2019 09:59

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst 2019. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.


Nánar

22. ágúst 2019 14:28

Hagsjá: Spáum lækkun stýrivaxta

Næsti vaxtaákvörðunarfundur verður fyrsti fundur Ásgeirs Jónssonar, nýs seðlabankastjóra. Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig á þeim fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 28. ágúst.


Nánar

21. ágúst 2019 10:22

Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta

Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.


Nánar