Fréttir

28. mars 2019 09:18

Tilkynning vegna WOW air

Korthafar greiðslukorta sem eiga bókað flug með WOW air eiga rétt á endurkröfu (endurgreiðslu) vegna flugferðar sem ekki verður farin. Eyðublað vegna athugasemdarinnar er aðgengilegt á vef bankans.

  • Hægt er að óska eftir endurgreiðslu hafi flugmiði verið greiddur með greiðslukorti (debet- eða kreditkorti).
  • Viðskiptavinir sem greiddu flugmiða með öðrum hætti en greiðslukorti geta gert kröfu í þrotabúið.
  • Tímafrestur til að gera endurkröfu er 120 dagar frá því flug átti að verða.
  • Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur tekið allt að þrjá til fjóra mánuði. Ferlið mun hefjast þegar skiptastjóri veitir heimild til þess.
  • Bent er á að ekki eru greiddar bætur úr korta- og ferðatryggingum við gjaldþrot flugfélags. Endurkrafa fer fram í gegnum útgefendur kortanna en ekki tryggingafélög.
  • Korthöfum sem bókuðu ferð í gegnum ferðaskrifstofu er bent á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.

Eyðublað: Athugasemd vegna kortafærslu - Endurkrafa
Eyðublaðið ásamt fylgiskjölum skal senda undirritað á endurkrofur@valitor.is

Ef viðskiptavinir geta ekki skannað eyðublaðið og fylgigögn sem ekki eru á tölvutæku formi er hægt að taka mynd af gögnunum, t.d. með símamyndavél, og senda með tölvupóstinum.

Ofangreindar upplýsingar eiga við um þá korthafa sem eru með Visa greiðslukort eða Mastercard innkaupakort sem gefin eru út af Landsbankanum. Aðrir korthafar þurfa að leita upplýsinga hjá sínum viðskiptabanka eða kortaútgefanda.

Nánari upplýsingar um rétt farþega og gjaldþrot flugrekanda má finna á síðu samgöngustofu

15. júlí 2019 10:35

Landsbankinn valinn besti banki á Íslandi

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu banka víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Award for Excellence. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

12. júlí 2019 15:45

Viðbótarlífeyrissparnaður inn á lán – úrræði framlengt um 2 ár

Heimild til að nýta viðbótarlífeyrissparnað inn á lán vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota hefur verið framlengd um tvö ár, þ.e. til 30. júní 2021.


Nánar

19. júlí 2019 09:33

Umræðan: FaceApp getur gert hvað sem er við myndirnar þínar

Með því að samþykkja skilmála og persónuverndarstefnu FaceApp gefa notendur appinu víðtækan rétt til að nota myndirnar þeirra og nöfn í hvaða tilgangi sem er. Þessi réttur er varanlegur, endalaus og óafturkallanlegur.


Nánar