Fréttir

28. mars 2019 09:18

Tilkynning vegna WOW air

Korthafar greiðslukorta sem eiga bókað flug með WOW air eiga rétt á endurkröfu (endurgreiðslu) vegna flugferðar sem ekki verður farin. Eyðublað vegna athugasemdarinnar er aðgengilegt á vef bankans.

  • Hægt er að óska eftir endurgreiðslu hafi flugmiði verið greiddur með greiðslukorti (debet- eða kreditkorti).
  • Viðskiptavinir sem greiddu flugmiða með öðrum hætti en greiðslukorti geta gert kröfu í þrotabúið.
  • Tímafrestur til að gera endurkröfu er 120 dagar frá því flug átti að verða.
  • Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur tekið allt að þrjá til fjóra mánuði. Ferlið mun hefjast þegar skiptastjóri veitir heimild til þess.
  • Bent er á að ekki eru greiddar bætur úr korta- og ferðatryggingum við gjaldþrot flugfélags. Endurkrafa fer fram í gegnum útgefendur kortanna en ekki tryggingafélög.
  • Korthöfum sem bókuðu ferð í gegnum ferðaskrifstofu er bent á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.

Eyðublað: Athugasemd vegna kortafærslu - Endurkrafa
Eyðublaðið ásamt fylgiskjölum skal senda undirritað á endurkrofur@valitor.is

Ef viðskiptavinir geta ekki skannað eyðublaðið og fylgigögn sem ekki eru á tölvutæku formi er hægt að taka mynd af gögnunum, t.d. með símamyndavél, og senda með tölvupóstinum.

Ofangreindar upplýsingar eiga við um þá korthafa sem eru með Visa greiðslukort eða Mastercard innkaupakort sem gefin eru út af Landsbankanum. Aðrir korthafar þurfa að leita upplýsinga hjá sínum viðskiptabanka eða kortaútgefanda.

Nánari upplýsingar um rétt farþega og gjaldþrot flugrekanda má finna á síðu samgöngustofu

15. nóvember 2019 08:18

Landsbankinn breytir vöxtum

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,20 prósentustig en fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða eru óbreyttir. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og aðrir breytilegir vextir óverðtryggðra útlána lækka almennt um 0,10-0,25 prósentustig.


Nánar

15. nóvember 2019 10:56

Hagsjá: Spáum að verðbólga fari í markmið í nóvember

Hagstofan birtir nóvembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 27. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttu gildi vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 2,8% í 2,5%.


Nánar

15. nóvember 2019 08:14

Umræðan: Hvert stefnir bankaheimurinn?

Í nýrri grein á Umræðunni er fjallað um framtíð fjártækni, m.a. um möguleikann á því að tengja ýmsar upplýsingar af samfélagsmiðlum við fjármálaöpp og fá þannig sérsniðin tilboð um vörur og lánafyrirgreiðslu.


Nánar