14. desember 2018 14:25
Fræðsludeild Landsbankans fékk í dag afhenta staðfestingu á EQM-gæðavottun. Vottunin er til þriggja ára og gildir til desember 2021.
EQM stendur fyrir European Quality Mark og er gæðavottun fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis í Evrópu. Með vottuninni er verið að mæta þörfum um aukið gagnsæi og gæðavottun í símenntun og fræðslu. Hún gagnast öllum þeim sem skipuleggja, bjóða upp á, meta eða nota símenntun og fullorðinsfræðslu. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er vottunaraðili EQM-gæðavottunar hér á landi og sá fyrirtækið Vaxandi – ráðgjöf um úttektina.
Auður Hrefna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fræðsludeild Landsbankans, segir: „Vottunin er ákveðinn gæðastimpill á það fræðslustarf sem hefur farið fram hér í bankanum síðustu ár. Við erum stöðugt að vinna að umbótum í fræðslustarfi bankans. Með gæðavottuninni erum við að festa enn betur í sessi ákveðið verklag við undirbúning og framkvæmd fræðslu sem er í boði fyrir starfsfólk. Vottunin gerir m.a. þær kröfur að við þurfum að skilgreina vel námsmarkmið og leggja fyrir námsmat þegar við á. Með þessu verður kennsla markvissari og leiðbeinendur fá betri stuðning í sínu hlutverki. Markmiðið er að fræðsla sem er í boði fyrir starfsfólk bankans skili sem bestum árangri.“
Tækni, regluverk og væntingar viðskiptavina þróast hratt og verkefni Landsbankans eru stöðugt að breytast. Landsbankinn leggur mikla áherslu á að skapa hvetjandi lærdómsumhverfi fyrir starfsfólk. Starfsfólk bankans er mjög meðvitað um þetta og er duglegt að sækja sér nauðsynlega þekkingu til að tryggja gæði í þjónustu.
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.