Fréttir

08. október 2018 14:59

Hægt að skipta rúblum í krónur til 1. nóvember

Fram til 1. nóvember nk. verður hægt að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur hjá Landsbankanum. Eftir það verður ekki hægt að skipta rúbluseðlum í íslenskar krónur.

Rússneskar rúblur eru alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi og yfirleitt er ekki heldur hægt að skipta rúblum yfir í íslenskar krónur. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnulandsliðanna og í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar setti bankinn upp rúbluhraðbanka í Smáralind þar sem hægt var að taka út rúblur tímabundið. Aðeins var boðið upp á rúbluseðla í hraðbankanum.

Á vef bankans er hægt að sjá upplýsingar um gengi rússnesku rúblunnar gagnvart íslenskri krónu.


18. júní 2019 14:54

Umræðan: Fleiri góð ráð um kortanotkun í útlöndum

Greiðslukortasérfræðingur hjá Landsbankanum mælir með því að fólk greiði með snertilausum hætti, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni greiðslukorta. Þannig minnki hætta á að óviðkomandi sjái PIN-númerið.


Nánar

11. júní 2019 13:36

Umræðan: Viðskiptavinir Landsbankans tóku Apple Pay fagnandi

Apple Pay fór fyrst í loftið í Bandaríkjunum í október 2014. Fyrir um einum mánuði, í byrjun maí 2019, þegar Landsbankinn og Arion banki buðu viðskiptavinum sínum að nota lausnina, varð Ísland 38. Apple Pay-landið. En hvað er Apple Pay og af hverju var lausnin svo lengi að ná Íslandsströndum?


Nánar

18. júní 2019 09:25

Vikubyrjun 18. júní 2019

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins á því tímabili.


Nánar