Fréttir

08. október 2018 14:59

Hægt að skipta rúblum í krónur til 1. nóvember

Fram til 1. nóvember nk. verður hægt að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur hjá Landsbankanum. Eftir það verður ekki hægt að skipta rúbluseðlum í íslenskar krónur.

Rússneskar rúblur eru alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi og yfirleitt er ekki heldur hægt að skipta rúblum yfir í íslenskar krónur. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnulandsliðanna og í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar setti bankinn upp rúbluhraðbanka í Smáralind þar sem hægt var að taka út rúblur tímabundið. Aðeins var boðið upp á rúbluseðla í hraðbankanum.

Á vef bankans er hægt að sjá upplýsingar um gengi rússnesku rúblunnar gagnvart íslenskri krónu.


18. desember 2018 15:19

Landsbankinn mun fylgja nýjum viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi

Landsbankinn hefur ákveðið að undirrita yfirlýsingu um að fylgja nýjum viðmiðum UNEP FI um ábyrga bankastarfsemi (Principles for Responsible Banking) sem ætlað er að tengja bankastarfsemi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulagið.


Nánar

17. desember 2018 11:33

Hægt að breyta heimild á kreditkortum í netbankanum og Landsbankaappinu

Nú geta viðskiptavinir Landsbankans sjálfir breytt úttektarheimild á kreditkortum í Landsbankaappinu og í netbanka einstaklinga. Svigrúm til hækkunar á úttektarheimild byggir á lánaramma sem reiknar út lántökuheimild með sjálfvirkum hætti.


Nánar

17. desember 2018 15:16

Jóhann Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson urðu jafnir í 3.-4. sæti.


Nánar