Fréttir

08. október 2018 14:59

Hægt að skipta rúblum í krónur til 1. nóvember

Fram til 1. nóvember nk. verður hægt að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur hjá Landsbankanum. Eftir það verður ekki hægt að skipta rúbluseðlum í íslenskar krónur.

Rússneskar rúblur eru alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi og yfirleitt er ekki heldur hægt að skipta rúblum yfir í íslenskar krónur. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnulandsliðanna og í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar setti bankinn upp rúbluhraðbanka í Smáralind þar sem hægt var að taka út rúblur tímabundið. Aðeins var boðið upp á rúbluseðla í hraðbankanum.

Á vef bankans er hægt að sjá upplýsingar um gengi rússnesku rúblunnar gagnvart íslenskri krónu.


22. október 2018 09:04

Vikubyrjun 22. október 2018

Nokkur aukning hefur orðið á stöðu innlendra aðila á gjaldeyrisreikninum innanlands í ár. Til að mynda hafa innistæður aukist um 58 ma. kr. á fyrstu átta mánuðum ársins eftir að búið er að leiðrétta fyrir gengisbreytingum. Til að setja þessar tölu í samhengi var heildarafgangur af viðskiptajöfnuði við útlönd á seinasta ári 87 ma. kr.


Nánar

19. október 2018 13:53

Umræðan: Hvort er hagstæðara að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán?

Flest þeirra sem taka fasteignalán eða eru að hugsa um að endurfjármagna eldri lán velta því fyrir sér hvort hagstæðara sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán. Um þetta álitamál er fjallað í nýjum pistli á Umræðunni.


Nánar

18. október 2018 14:30

Bríet, Huginn og Kælan Mikla á Iceland Airwaves-vef Landsbankans

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Að þessu sinni stendur bankinn að útgáfunni í samvinnu við Hugin, Bríeti og hljómsveitina Kæluna miklu.


Nánar