Fréttir

08. október 2018 14:59

Hægt að skipta rúblum í krónur til 1. nóvember

Fram til 1. nóvember nk. verður hægt að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur hjá Landsbankanum. Eftir það verður ekki hægt að skipta rúbluseðlum í íslenskar krónur.

Rússneskar rúblur eru alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi og yfirleitt er ekki heldur hægt að skipta rúblum yfir í íslenskar krónur. Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnulandsliðanna og í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta í sumar setti bankinn upp rúbluhraðbanka í Smáralind þar sem hægt var að taka út rúblur tímabundið. Aðeins var boðið upp á rúbluseðla í hraðbankanum.

Á vef bankans er hægt að sjá upplýsingar um gengi rússnesku rúblunnar gagnvart íslenskri krónu.


15. febrúar 2019 15:38

Landsbankinn hlýtur þrjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Landsbankinn hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem verða afhent 22. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Netbanki einstaklinga er tilnefndur í flokknum vefkerfi ársins, Landsbankaappið hlaut tilnefningu sem app ársins og Umræðan keppir um bestu efnis- og fréttaveituna.


Nánar

15. febrúar 2019 13:37

Samstarfssamningur viðskiptadeildar HR og Landsbankans

Landsbankinn og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Markmiðið með samningnum er að styrkja nemendur í BSc námi í viðskipta-og hagfræði til þátttöku í alþjóðlegri keppni í fjárfestingum.


Nánar

12. febrúar 2019 15:33

Landsbankinn gefur út skuldabréf að fjárhæð NOK 1.000 m og SEK 500 m

Á grundvelli trausts ársuppgjörs fyrir 2018 hefur Landsbankinn í dag lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til þriggja ára að fjárhæð 1.000 milljónir norskra króna og 500 milljónir sænskra króna. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin fái lánshæfiseinkunnina BBB+ frá S&P Global Ratings.


Nánar