Fréttir

14. nóvember 2017 13:06

Þorsteinn nýr forstöðumaður Viðskiptalausna fyrirtækja hjá Landsbankanum

Þorsteinn Stefánsson

Þorsteinn Stefánsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Viðskiptalausna á Fyrirtækjasviði Landsbankans. Hann færir sig um set innan bankans en Þorsteinn hefur verið forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar frá stofnun hennar árið 2014.

Þorsteinn lauk námi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1996 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Þorsteinn hóf störf á Alþjóðasviði Landsbankans árið 2007. Síðar starfaði hann við endurskipulagningu fyrirtækja á Fyrirtækjasviði og var útibússtjóri í Grafarholti og Árbæ áður en hann tók við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar.

21. febrúar 2018 08:41

Hagsjá: Fasteignaverð tekur smá kipp upp á við í upphafi árs

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,0% í janúar. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 1,1% og verð á sérbýli hækkaði um 0,7%. Þetta er mesta hækkun sem mælst hefur á fjölbýli síðan í maí í fyrra þegar verð hækkaði um 2,1%.


Nánar

19. febrúar 2018 10:44

Vikubyrjun 19. febrúar 2018

Í vikunni birtu stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsvirkjun, Reitir, Reginn, Sjóvá og TM öll ársuppgjör fyrir árið 2017.


Nánar

19. febrúar 2018 08:39

Hagsjá: Niðurstöður um líftíma kjarasamninga á næsta leiti

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi.


Nánar