Fréttir

14. nóvember 2017 13:06

Þorsteinn nýr forstöðumaður Viðskiptalausna fyrirtækja hjá Landsbankanum

Þorsteinn Stefánsson

Þorsteinn Stefánsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Viðskiptalausna á Fyrirtækjasviði Landsbankans. Hann færir sig um set innan bankans en Þorsteinn hefur verið forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar frá stofnun hennar árið 2014.

Þorsteinn lauk námi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1996 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Þorsteinn hóf störf á Alþjóðasviði Landsbankans árið 2007. Síðar starfaði hann við endurskipulagningu fyrirtækja á Fyrirtækjasviði og var útibússtjóri í Grafarholti og Árbæ áður en hann tók við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar.

22. nóvember 2017 08:28

Ný þjóðhagsspá: Ekki sér fyrir endann á uppsveiflunni

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð yfir að hagvöxtur verði áfram kröftugur allt spátímabilið 2017-2020 þótt útlit sé fyrir að hagkerfið sé nú nálægt toppi hagsveiflunnar. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur að meðaltali 4% fram til ársins 2020 og verðbólga að meðaltali um 2,7%.


Nánar

21. nóvember 2017 17:47

Debetkort Landsbankans virka ekki í gjaldeyrishraðbönkum í Leifsstöð

Vegna bilunar er ekki hægt að nota debetkort Landsbankans til að taka út gjaldeyri í gjaldeyrishraðbönkum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Hægt er að taka út gjaldeyri með kreditkortum Landsbankans. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Unnið er að viðgerð.


Nánar

21. nóvember 2017 15:01

Landsbankinn gefur út skuldabréf fyrir 300 milljón evrur

Landsbankinn lauk 21. nóvember sölu á nýjum 5,5 ára skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra með lokagjalddaga í maí 2023 og bera skuldabréfin fasta 1,00% vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 85 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.


Nánar