Fréttir

14. nóvember 2017 13:06

Þorsteinn nýr forstöðumaður Viðskiptalausna fyrirtækja hjá Landsbankanum

Þorsteinn Stefánsson

Þorsteinn Stefánsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Viðskiptalausna á Fyrirtækjasviði Landsbankans. Hann færir sig um set innan bankans en Þorsteinn hefur verið forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar frá stofnun hennar árið 2014.

Þorsteinn lauk námi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1996 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Þorsteinn hóf störf á Alþjóðasviði Landsbankans árið 2007. Síðar starfaði hann við endurskipulagningu fyrirtækja á Fyrirtækjasviði og var útibússtjóri í Grafarholti og Árbæ áður en hann tók við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar.

20. september 2018 15:16

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu

Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. Bankinn hefur þar með greitt 24,8 milljarða króna í arð árinu 2018 og alls nema arðgreiðslur bankans um 131,7 milljörðum króna frá árinu 2013. Um 99,7% af arðgreiðslum ársins renna í ríkissjóð.


Nánar

20. september 2018 15:15

Tólf áhugaverð verkefni á sviði umhverfismála hlutu styrk

Endurhæfingarstöð fyrir slasaða ránfugla og framleiðsla á námsefni um matarsóun eru meðal þeirra tólf verkefna sem hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans 19. september. Fjögur verkefni fengu 650 þúsund krónur hvert og átta verkefni 300 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna.


Nánar

20. september 2018 09:51

Landsbankinn fjármagnar framkvæmdir við nýja stúdentagarða Háskólans í Reykjavík

Landsbankinn og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa gert samning um að Landsbankinn veiti framkvæmdalán til nýrra stúdentagarða háskólans við Öskjuhlíð. Í Háskólagörðunum verða 125 íbúðir til útleigu fyrir stúdenta.


Nánar