Fréttir

14. nóvember 2017 13:06

Þorsteinn nýr forstöðumaður Viðskiptalausna fyrirtækja hjá Landsbankanum

Þorsteinn Stefánsson

Þorsteinn Stefánsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Viðskiptalausna á Fyrirtækjasviði Landsbankans. Hann færir sig um set innan bankans en Þorsteinn hefur verið forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar frá stofnun hennar árið 2014.

Þorsteinn lauk námi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1996 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Þorsteinn hóf störf á Alþjóðasviði Landsbankans árið 2007. Síðar starfaði hann við endurskipulagningu fyrirtækja á Fyrirtækjasviði og var útibússtjóri í Grafarholti og Árbæ áður en hann tók við starfi forstöðumanns Fyrirtækjamiðstöðvar.

19. júní 2018 12:35

Útibú Landsbankans loka á föstudag kl. 14.00

Útibúum Landsbankans og Þjónustuveri verður lokað kl. 14.00 í dag, föstudag, vegna leiks Íslands gegn Nígeríu á HM í Rússlandi. Netbankinn og Landsbankaappið eru að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn.


Nánar

19. júní 2018 08:47

Breytingar á verðskrá vegna gjaldeyrisviðskipta

Breytingar hafa verið gerðar á verðskrá Landsbankans vegna gjaldeyrisviðskipta sem flestar taka gildi í dag, 19. júní, en aðrar taka gildi 20. ágúst nk. Viðskiptavinir Landsbankans munu fljótlega eiga kost á að framkvæma sjálfir erlendar greiðslur í netbanka einstaklinga sem verður ódýrara en millifærsla í útibúum og breytingarnar eru flestar gerðar þess vegna.


Nánar

11. júní 2018 16:14

Landsbankinn gefur út nýja almenna viðskiptaskilmála

Landsbankinn hefur gefið út nýja almenna viðskiptaskilmála. Skilmálarnir uppfæra, skýra og sameina fimm helstu skilmála bankans um grunnþætti fjármálaþjónustu, þ.e. skilmála um innlánsreikninga, debetkort, netbanka einstaklinga, netbanka fyrirtækja auk almennra skilmála. Nýju skilmálarnir auðvelda jafnframt stafræn samskipti viðskiptavina við bankann.


Nánar