Fréttir

12. október 2017 14:35

Landsbankinn lækkar óverðtryggða vexti

Í kjölfar ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þann 4. október síðastliðinn hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra innlána um 0,10-0,25 prósentustig og breytilega vexti óverðtryggðra útlána um 0,25 prósentustig.

Einnig breytast vextir innlánsreikninga í erlendri mynt.

Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna í vaxtatöflu Landsbankans

 

18. október 2017 08:26

Hagsjá: Fasteignaverð – fjölbýli róast aðeins en sérbýli ennþá á fullri ferð

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% í september. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 1,8% og verð á fjölbýli um 0,5%. Hækkanir frá fyrra ári eru enn mjög miklar.


Nánar

17. október 2017 14:25

Uppfærð áætlun Landsbankans um fjármögnun á markaði árið 2017

Landsbankinn hefur birt uppfærða áætlun um fjármögnun á markaði fyrir árið 2017. Stefnt er að mánaðarlegum útboðum sértryggðra skuldabréfa sem tilkynnt verða í fréttaveitu Nasdaq Iceland eigi síðar en með dagsfyrirvara. Áætlað er að gefa út sértryggð skuldabréf fyrir 35-40 ma.kr. á árinu.


Nánar

17. október 2017 13:23

„Ábyrgar fjárfestingar eru arðbærari“

Í nýrri grein á Umræðu Landsbankans fjallar Gil Friend, einn helsti sérfræðingur heims í innleiðingu samfélagsábyrgðar, um ábyrgar fjárfestingar og afhverju þær skipta máli. „Með því að huga umhverfismálum, jafnréttismálum, stjórnarháttum og öðrum félagslegum þáttum geta fyrirtæki náð fram arðbærari fjárfestingum,“.


Nánar