Fréttir

12. október 2017 14:35

Landsbankinn lækkar óverðtryggða vexti

Í kjölfar ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þann 4. október síðastliðinn hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra innlána um 0,10-0,25 prósentustig og breytilega vexti óverðtryggðra útlána um 0,25 prósentustig.

Einnig breytast vextir innlánsreikninga í erlendri mynt.

Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna í vaxtatöflu Landsbankans

 

23. febrúar 2018 11:00

Arkþing og C.F. Møller valin til að hanna nýbyggingu Landsbankans

Landsbankinn hefur ákveðið að ganga til samninga við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sjö arkitektateymi voru í október sl. valin til að skila inn frumtillögum að hönnun hússins og í janúar bárust bankanum tillögur frá sex teymum, að viðhafðri nafnleynd.


Nánar

23. febrúar 2018 09:59

Tilboð á söngleikinn Slá í gegn

Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í samstarfi við Þjóðleikhúsið tilboð á söngleikinn Slá í gegn. Miðaverð er 4.550 kr. fyrir viðskiptavini Landsbankans í stað 6.500 kr. sé greitt með greiðslukorti frá bankanum.


Nánar

23. febrúar 2018 08:24

Hagsjá: Er eftirspurn eftir íbúðum ofmetin?

Meðalfjöldi íbúa á hverja íbúð á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008 og 2017var nákvæmlega sá sami, 2,5 íbúar á hverja íbúð að meðaltali. Fyrir allt svæðið hefur staðan því ekkert breyst. En sé litið á þróunina í hverju sveitarfélaganna fyrir sig kemur í ljós að hún hefur verið mjög mismunandi, íbúum á hverja íbúð hefur bæði fækkað og fjölgað.


Nánar