Fréttir

12. október 2017 14:35

Landsbankinn lækkar óverðtryggða vexti

Í kjölfar ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þann 4. október síðastliðinn hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra innlána um 0,10-0,25 prósentustig og breytilega vexti óverðtryggðra útlána um 0,25 prósentustig.

Einnig breytast vextir innlánsreikninga í erlendri mynt.

Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna í vaxtatöflu Landsbankans

 

12. desember 2017 08:07

Hagsjá: Ákvarðanir um kjarasamninga munu skipta miklu

Hlutfall launa af þjóðarkökunni hér á landi helst gjarnan í hendur við hagsveifluna. Hlutfall launa hefur farið stöðugt hækkandi frá árinu 2009 og reiknað er með því að það verði 63,5% í ár, en það var að meðaltali 61% á 20 ára tímabili frá 1997 til 2016.


Nánar

11. desember 2017 11:06

Vikubyrjun 11. desember 2017

Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnuð á 3. ársfjórðungi og Hagstofan þjóðhagsreikninga, einnig fyrir 3. ársfjórðung. Á miðvikudag verður síðasta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar á árinu kynnt. Við búumst við 0,25 prósentustiga lækkun.


Nánar

11. desember 2017 10:28

Hagsjá: Verulega hefur hægt á hagvexti

Eftir kröftugan hagvöxt á síðasta ári hefur hægt ansi hratt á honum. Það má skýra að töluverðu leyti með því að verulega hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar.


Nánar