Fréttir

Vöxt­ur í leit að jafn­vægi: Ít­ar­leg grein­ing Lands­bank­ans á ís­lenskri ferða­þjón­ustu

Landsbankinn hefur gefið út ítarlega efnahagslega greiningu á ferðaþjónustu á Íslandi. Greiningin og fjöldi viðtala við fólk sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti er aðgengileg í Tímariti Landsbankans sem gefið er út á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu bankans.
25. september 2017

Tímaritið er gefið út í tengslum við ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans 26. september 2017. Upptökur frá ráðstefnunni, útdrætti úr erindum og glærukynningar er hægt að sjá á Umræðunni.

Í greiningu Hagfræðideildar á ferðaþjónustunni kemur m.a. fram:

  • Margt bendir til þess að um það bil jafnmargir ferðamenn gisti i Airbnb-íbúðum og gista á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur taka ekki til annarar gistingar á höfuðborgarsvæðinu, s.s. gistingar í gistiheimilum og farfuglaheimilum.
  • Frá febrúar til október 2017 voru Icelandair og WOW air samanlagt með rúmlega 80% markaðshlutdeild í Evrópuflugi og um 90% markaðshlutdeild í Bandaríkjaflugi þegar litið er til sætaframboðs.
  • Færa má rök fyrir því að flugfélögin tvö séu kerfislega mikilvæg fyrir íslenskan efnahag og möguleg áföll í rekstri þessara fyrirtækja gætu haft keðjuverkandi áhrif.
  • Árið 2015 nam útflutningur ferðaþjónustu um 31% af heildarútflutningi frá Íslandi. Hagfræðideild Landsbankans telur að hlutfallið verði komið upp í um 43% á árinu 2017.
  • Ísland er mun háðara ferðaþjónustu en önnur lönd þar sem lífskjör eru sambærileg.
  • Aðeins eitt land í heiminum, Tadjikistan, reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum.
  • Greining Hagfræðideildar á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem ferðamönnum hefur fjölgað á sama tíma og gengi gjaldmiðilsins hefur styrkst.
  • Milli 40-50% af heildarhagvexti á Íslandi frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með vexti í ferðaþjónustu. Ef útflutningsverðmæti ferðaþjónustu hefði ekkert aukist frá 2010 hefði mælst halli á vöru- og þjónustuviðskiptum undanfarin tvö ár, að öðru óbreyttu.
  • Gögn frá Google sýna að í þeim tólf löndum sem eru mikilvægustu markaðir íslenskrar ferðaþjónustu er nú töluvert sjaldnar flett upp orðinu „Reykjavik“ en áður. Þetta gefur til kynna að áhuginn á Íslandi kunni að vera að minnka. Hagfræðideild Landsbankans telur þó að líkurnar á fækkun ferðamanna á næsta ári séu fremur litlar.
  • Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að fjölgun ferðamanna á árinu 2018 verði nálægt sögulegum vexti eða um 8%. Árið 2019 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði undir sögulegum meðalvexti eða 5%. Ef spáin rætist munu 2,5 milljónir ferðamanna koma hingað árið 2019, u.þ.b. 117.000 fleiri en árið 2018.

Tímarit um ferðaþjónustu á Umræðunni – viðtöl og myndbönd:

  • Styttri leigutími og ódýrari bílar - Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar - Höldur ehf.
  • Að flétta saman landbúnað og ferðaþjónustu - Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubændur á Friðheimum. 
  • Eins og að fá ráð frá heimamönnum - Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra HandPicked Iceland-kortanna.
  • Grundvallaratriði að halda í gæðin - Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
  • Seldu bílinn og stofnuðu ferðaþjónustufyrirtæki - Jóna Ingólfsdóttir – annar eigandi Glacier Jeeps - Ís og ævintýri.
  • Hótelrisi hægir á framkvæmdum – Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela.
  • Hvað segja ferðamennirnir? Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur lýsa upplifun sinni af landi og þjóð.
  • Mörg brýn verkefni í ferðaþjónustu – Rætt við fararstjóra, forstjóra, ráðherra, vert og fleiri um stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur