Fréttir

12. september 2017 08:42

Ráðstefna Landsbankans um ferðaþjónustu á Íslandi

Landsbankinn efnir til haustráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur ferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Vöxtur í leit að jafnvægi. Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 26. september kl. 8.30-11.00.

Frá árinu 2010 hafa um sjö milljónir ferðamanna heimsótt Ísland og heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar nema um 2.000 milljörðum króna. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er óumdeilt en hvert stefnir greinin og hvað er framundan? Þetta ásamt nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans eru viðfangsefni ráðstefnunnar og búast má við áhugaverðum pallborðsumræðum.

Dagskrá

 • Vatnaskil eða vaxtarverkir?
  Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
 • Ferðaþjónustan áfram í forystuhlutverki
  Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.
 • Þróun og tækifæri ferðaþjónustunnar á Asíumarkaði
  Ársæll Harðarson forstöðumaður hjá Icelandair og formaður stjórnar Íslenska-kínverska viðskiptaráðsins.
 • Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi: Að finna vextinum farveg
  Anita Mendiratta, sérfræðingur í ferðaþjónustu og sérstakur ráðgjafi aðalritara Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Pallborðsumræður

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, og Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, ræða framtíðarhorfur ferðaþjónustu og flugrekstrar á Íslandi.

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, stýrir umræðum.

Fundarstjóri verður Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Skráning

08. nóvember 2017 10:25

Skerðing á þjónustu í netbönkum og útibúum 18.-20. nóvember

Vegna innleiðingar á nýju tölvukerfi 20. nóvember nk. þarf að skerða þjónustu í netbönkum Landsbankans helgina 18.-19. nóvember. Þjónusta í netbönkum og útibúum verður einnig skert fram eftir degi mánudaginn 20. nóvember.


Nánar

17. nóvember 2017 09:58

Hagsjá: Verulega hefur hægt á hækkun fasteignaverðs

Í gær birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í október. Verð hækkaði einungis um 0,17% í október sem er minnsta hækkun milli mánaða frá því í júní 2015. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 0,3% og verð á fjölbýli um 0,1%. Hækkanir frá fyrra ári eru á hraðri leið niður, en eftir sem áður mjög miklar.


Nánar

16. nóvember 2017 15:52

Nýtt innlána- og greiðslukerfi – breytingar hjá fyrirtækjum

Í tengslum við innleiðingu á nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu bankanna og Landsbankans verða tilteknar breytingar á þjónustu við fyrirtæki auk þess sem vaxtatímabil veltureikninga breytist.


Nánar