Fréttir

12. september 2017 13:41

Landsbankinn opnar gjaldeyrishraðbanka í Hamraborg - sex aðrir bætast við á næstu vikum

Gjaldeyrishraðbanki hefur verið tekinn í notkun í útibúi Landsbankans í Hamraborg og á næstu vikum mun bankinn opna slíka hraðbankar á sex öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Í gjaldeyrishraðbankanum í Hamraborg er hægt að taka út erlenda seðla í evrum, Bandaríkjadölum, sterlingspundum og dönskum krónum. Hægt er að nota bæði debet- og kreditkort til að taka út úr hraðbönkunum. Sama verðskrá gildir um úttektir úr gjaldeyrishraðbönkum eins og úr öðrum hraðbönkum og því er ódýrara að nota debetkort.

Gjaldeyrishraðbankinn í Hamraborg er aðgengilegur á opnunartíma útibúsins.

Á næstu vikum verða gjaldeyrishraðbankar opnaðir í útibúum Landsbankans í Austurstræti, Grafarholti, Borgartúni, Hafnarfirði, Mjódd og Vesturbæ.

Sífellt fleiri viðskiptavinir nýta sér rafræna þjónustu eða sjálfsafgreiðslulausnir til að sinna sínum bankaviðskiptum. Með því að taka gjaldeyrishraðbankana í notkun vill Landsbankinn gera viðskiptavinum sínum auðveldara að nálgast erlendan gjaldeyri.

17. janúar 2018 08:31

Hagsjá: Mesta hækkun fasteignaverðs milli ára frá árinu 2005

Fasteignaverð hækkaði um 18,9% milli áranna 2016 og 2017. Árið á undan hafði verðið hækkað um 11%. Hækkunin í fyrra er sú mesta frá árinu 2005, þegar hún var 35%.


Nánar

16. janúar 2018 08:50

Hagsjá: Vinnumarkaður í sviðsljósinu

Sé litið á skráð atvinnuleysi eftir kynjum sést að síðustu 12 mánuði hefur mesta atvinnuleysið verið meðal kvenna á Suðurnesjum og á Norðurlandi eystra. Meðal karla er myndin svipuð, en þar eru Vestfirðir skammt undan.


Nánar

15. janúar 2018 10:56

Vikubyrjun 15. janúar 2018

Á seinasta ári lækkaði úrvalsvísitalan um 4,4%. Árið 2017 var hins vegar fjarri því að vera afleitt ár fyrir öll félögin, af 16 félögum á aðallista Kauphallarinnar hækkuðu 8 á árinu.


Nánar