Fréttir

12. september 2017 13:41

Landsbankinn opnar gjaldeyrishraðbanka í Hamraborg - sex aðrir bætast við á næstu vikum

Gjaldeyrishraðbanki hefur verið tekinn í notkun í útibúi Landsbankans í Hamraborg og á næstu vikum mun bankinn opna slíka hraðbankar á sex öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Í gjaldeyrishraðbankanum í Hamraborg er hægt að taka út erlenda seðla í evrum, Bandaríkjadölum, sterlingspundum og dönskum krónum. Hægt er að nota bæði debet- og kreditkort til að taka út úr hraðbönkunum. Sama verðskrá gildir um úttektir úr gjaldeyrishraðbönkum eins og úr öðrum hraðbönkum og því er ódýrara að nota debetkort.

Gjaldeyrishraðbankinn í Hamraborg er aðgengilegur á opnunartíma útibúsins.

Á næstu vikum verða gjaldeyrishraðbankar opnaðir í útibúum Landsbankans í Austurstræti, Grafarholti, Borgartúni, Hafnarfirði, Mjódd og Vesturbæ.

Sífellt fleiri viðskiptavinir nýta sér rafræna þjónustu eða sjálfsafgreiðslulausnir til að sinna sínum bankaviðskiptum. Með því að taka gjaldeyrishraðbankana í notkun vill Landsbankinn gera viðskiptavinum sínum auðveldara að nálgast erlendan gjaldeyri.

13. júlí 2018 13:48

Ný persónuverndarstefna Landsbankans og réttindagátt

Landsbankinn hefur sett sér nýja persónuverndarstefnu og uppfært almenna viðskiptaskilmála bankans. Í nýrri persónuverndarstefnu Landsbankans eru ítarlegar upplýsingar um hvenær, hvernig og í hvaða tilgangi bankinn vinnur persónuupplýsingar auk þess sem fram kemur hvernig bankinn tryggir öryggi upplýsinganna.


Nánar

17. júlí 2018 16:25

S&P staðfestir lánshæfiseinkunn Landsbankans

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) með áframhaldandi stöðugum horfum.


Nánar

16. júlí 2018 09:42

Vikubyrjun 16. júlí 2018

Hagstofa Íslands gaf út vísitölu heildarlauna í fyrsta sinn í síðustu viku. Vísitala heildarlauna byggir á öllum greiddum launum deilt með heildarfjölda greiddra stunda eftir atvinnugreinum og sýnir því launaþróun sem endurspeglar verðbreytingu vinnustundar, breytt hlutfall vinnuafls með há og lág laun, breytt hlutfall yfirvinnustunda eða samspil þessara þátta.


Nánar