Fréttir

12. september 2017 13:41

Landsbankinn opnar gjaldeyrishraðbanka í Hamraborg - sex aðrir bætast við á næstu vikum

Gjaldeyrishraðbanki hefur verið tekinn í notkun í útibúi Landsbankans í Hamraborg og á næstu vikum mun bankinn opna slíka hraðbankar á sex öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Í gjaldeyrishraðbankanum í Hamraborg er hægt að taka út erlenda seðla í evrum, Bandaríkjadölum, sterlingspundum og dönskum krónum. Hægt er að nota bæði debet- og kreditkort til að taka út úr hraðbönkunum. Sama verðskrá gildir um úttektir úr gjaldeyrishraðbönkum eins og úr öðrum hraðbönkum og því er ódýrara að nota debetkort.

Gjaldeyrishraðbankinn í Hamraborg er aðgengilegur á opnunartíma útibúsins.

Á næstu vikum verða gjaldeyrishraðbankar opnaðir í útibúum Landsbankans í Austurstræti, Grafarholti, Borgartúni, Hafnarfirði, Mjódd og Vesturbæ.

Sífellt fleiri viðskiptavinir nýta sér rafræna þjónustu eða sjálfsafgreiðslulausnir til að sinna sínum bankaviðskiptum. Með því að taka gjaldeyrishraðbankana í notkun vill Landsbankinn gera viðskiptavinum sínum auðveldara að nálgast erlendan gjaldeyri.

21. mars 2018 15:45

Arðgreiðslur Landsbankans árið 2018 verða samtals 24,8 milljarðar króna

Aðalfundur Landsbankans samþykkti í dag, 21. mars, að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna.


Nánar

21. mars 2018 10:21

Samfélagsskýrsla Landsbankans

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2017 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir samfélagsábyrgð bankans og fjallað um ýmis álitamál og málefni sem voru áberandi í samfélagsumræðunni á árinu.


Nánar

21. mars 2018 09:03

Hagsjá: Verð á fjölbýli hækkar áfram – lækkun á sérbýli

Raunhækkun húsnæðisverðs mæld á föstu verðlagi án húsnæðis hefur því verið veruleg á undanförnum misserum, en ársbreytingin fer ört lækkandi. Raunverð fasteigna nú í febrúar var um 11,5% hærra en það var í febrúar 2017. Þar af var raunverð fjölbýlis um 10% hærra og raunverð sérbýlis um 15% hærra.


Nánar