Fréttir

24. ágúst 2017 12:44

Leikhúsveturinn á lægra verði fyrir viðskiptavini Landsbankans

Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í samstarfi við Þjóðleikhúsið kost á að kaupa leikhúskort sem gildir á fjórar sýningar að eigin vali á 13.900 kr. í stað 15.900 kr. Hægt er að ganga rafrænt frá tilboðinu á tix.is en hlekkur á afsláttinn hefur verið sendur í formi skilaboða til viðskiptavina í netbanka Landsbankans. Einnig er hægt að hafa samband við miðasölu Þjóðleikhússins og greiða með greiðslukorti frá Landsbankanum til að fá afsláttinn. Viðskiptavinum 25 ára og yngri býðst Ungmennakort Þjóðleikhússins einnig með 2.000 kr. afslætti eða á 11.900 kr. en það tilboð er hægt að nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins.

Kynntu þér nánar allt um sýningar vetrarins

Tilboðið gildir til 1. október 2017.

22. nóvember 2017 08:28

Ný þjóðhagsspá: Ekki sér fyrir endann á uppsveiflunni

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð yfir að hagvöxtur verði áfram kröftugur allt spátímabilið 2017-2020 þótt útlit sé fyrir að hagkerfið sé nú nálægt toppi hagsveiflunnar. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur að meðaltali 4% fram til ársins 2020 og verðbólga að meðaltali um 2,7%.


Nánar

21. nóvember 2017 17:47

Debetkort Landsbankans virka ekki í gjaldeyrishraðbönkum í Leifsstöð

Vegna bilunar er ekki hægt að nota debetkort Landsbankans til að taka út gjaldeyri í gjaldeyrishraðbönkum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Hægt er að taka út gjaldeyri með kreditkortum Landsbankans. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Unnið er að viðgerð.


Nánar

21. nóvember 2017 15:01

Landsbankinn gefur út skuldabréf fyrir 300 milljón evrur

Landsbankinn lauk 21. nóvember sölu á nýjum 5,5 ára skuldabréfaflokki að fjárhæð 300 milljónir evra með lokagjalddaga í maí 2023 og bera skuldabréfin fasta 1,00% vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 85 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.


Nánar