Fréttir

24. ágúst 2017 12:44

Leikhúsveturinn á lægra verði fyrir viðskiptavini Landsbankans

Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í samstarfi við Þjóðleikhúsið kost á að kaupa leikhúskort sem gildir á fjórar sýningar að eigin vali á 13.900 kr. í stað 15.900 kr. Hægt er að ganga rafrænt frá tilboðinu á tix.is en hlekkur á afsláttinn hefur verið sendur í formi skilaboða til viðskiptavina í netbanka Landsbankans. Einnig er hægt að hafa samband við miðasölu Þjóðleikhússins og greiða með greiðslukorti frá Landsbankanum til að fá afsláttinn. Viðskiptavinum 25 ára og yngri býðst Ungmennakort Þjóðleikhússins einnig með 2.000 kr. afslætti eða á 11.900 kr. en það tilboð er hægt að nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins.

Kynntu þér nánar allt um sýningar vetrarins

Tilboðið gildir til 1. október 2017.

19. júní 2018 12:35

Útibú Landsbankans loka á föstudag kl. 14.00

Útibúum Landsbankans og Þjónustuveri verður lokað kl. 14.00 í dag, föstudag, vegna leiks Íslands gegn Nígeríu á HM í Rússlandi. Netbankinn og Landsbankaappið eru að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn.


Nánar

19. júní 2018 08:47

Breytingar á verðskrá vegna gjaldeyrisviðskipta

Breytingar hafa verið gerðar á verðskrá Landsbankans vegna gjaldeyrisviðskipta sem flestar taka gildi í dag, 19. júní, en aðrar taka gildi 20. ágúst nk. Viðskiptavinir Landsbankans munu fljótlega eiga kost á að framkvæma sjálfir erlendar greiðslur í netbanka einstaklinga sem verður ódýrara en millifærsla í útibúum og breytingarnar eru flestar gerðar þess vegna.


Nánar

11. júní 2018 16:14

Landsbankinn gefur út nýja almenna viðskiptaskilmála

Landsbankinn hefur gefið út nýja almenna viðskiptaskilmála. Skilmálarnir uppfæra, skýra og sameina fimm helstu skilmála bankans um grunnþætti fjármálaþjónustu, þ.e. skilmála um innlánsreikninga, debetkort, netbanka einstaklinga, netbanka fyrirtækja auk almennra skilmála. Nýju skilmálarnir auðvelda jafnframt stafræn samskipti viðskiptavina við bankann.


Nánar