Fréttir

24. ágúst 2017 12:44

Leikhúsveturinn á lægra verði fyrir viðskiptavini Landsbankans

Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum í samstarfi við Þjóðleikhúsið kost á að kaupa leikhúskort sem gildir á fjórar sýningar að eigin vali á 13.900 kr. í stað 15.900 kr. Hægt er að ganga rafrænt frá tilboðinu á tix.is en hlekkur á afsláttinn hefur verið sendur í formi skilaboða til viðskiptavina í netbanka Landsbankans. Einnig er hægt að hafa samband við miðasölu Þjóðleikhússins og greiða með greiðslukorti frá Landsbankanum til að fá afsláttinn. Viðskiptavinum 25 ára og yngri býðst Ungmennakort Þjóðleikhússins einnig með 2.000 kr. afslætti eða á 11.900 kr. en það tilboð er hægt að nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins.

Kynntu þér nánar allt um sýningar vetrarins

Tilboðið gildir til 1. október 2017.

21. febrúar 2018 08:41

Hagsjá: Fasteignaverð tekur smá kipp upp á við í upphafi árs

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,0% í janúar. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 1,1% og verð á sérbýli hækkaði um 0,7%. Þetta er mesta hækkun sem mælst hefur á fjölbýli síðan í maí í fyrra þegar verð hækkaði um 2,1%.


Nánar

19. febrúar 2018 10:44

Vikubyrjun 19. febrúar 2018

Í vikunni birtu stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsvirkjun, Reitir, Reginn, Sjóvá og TM öll ársuppgjör fyrir árið 2017.


Nánar

19. febrúar 2018 08:39

Hagsjá: Niðurstöður um líftíma kjarasamninga á næsta leiti

Í raun virðist eina spurningin sem forsendunefnd þarf að svara varðandi afdrif samninga nú í lok mánaðarins snúa að launaþróun annarra hópa og því hvort kjarasamningur ASÍ og SA hafi verið stefnumarkandi.


Nánar