06. júlí 2017 10:22
Fimmtán verkefni hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans miðvikudaginn 5. júlí sl. Fimm verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og tíu verkefni 250 þúsund krónur hvert, samtals fimm milljónir króna. Þetta var í sjöunda sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans en í ár bárust um 70 umsóknir.
Umhverfisstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið. Styrkirnir byggja á stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð þar sem fram kemur m.a. að bankinn hyggist flétta umhverfismál, efnahagsmál og samfélagsmál saman við rekstur sinn.
Í dómnefnd sátu Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar.
Eftirtaldir hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans að þessu sinni:
500.000 kr. styrkir
250.000 kr. styrkir
12. desember 2019 12:42
Tilgangurinn með fyrirhugaðri útgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga á grænum skuldabréfum er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd. Á Umræðunni er rætt við Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðsins og Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða Landsbankans um græna skuldabréfaútgáfu sem fer vaxandi á heimsvísu.
10. desember 2019 10:22
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti, sanngirni og viðeigandi gagnsæi á gjaldeyrismarkaði.
12. desember 2019 14:34
Dregið hefur úr fækkun erlendra ferðamanna á síðustu mánuðum.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi