Fréttir

04. maí 2017 16:03

Landsbankinn hagnast um 7,6 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 7,6 milljarða króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 en hagnaður bankans á sama tímabili árið 2016 nam 3,3 milljörðum króna.

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2017 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (02.08).

Hreinar vaxtatekjur voru 8 milljarðar króna og hækkuðu um 7,4% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,1 milljarði króna og hækkuðu um 7% frá sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 3,8 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarð króna á sama tímabili 2016 og skýrist hækkunin aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum á óskráðum hlutabréfum.

Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 12,5% á ársgrundvelli samanborið við 5% á sama tímabili 2016.

Rekstrartekjur bankans fyrstu þrjá mánuði ársins námu 15,7 milljörðum króna samanborið við 11,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2016 og er þetta 36% hækkun á milli tímabila. Rekstrarkostnaður lækkaði um 5,4% miðað við sama tímabil árið 2016 en alls nam rekstrarkostnaður bankans 5,9 milljörðum króna á tímabilinu. Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,4 milljörðum króna sem er lækkun um 2,9% frá sama tímabili árið 2016.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,2% á fyrsta ársfjórðungi 2017 en var 1,9% á sama tímabili árið áður.

Útlán Landsbankans jukust um 19 milljarða króna frá áramótum, einkum í formi íbúðalána, þrátt fyrir mikla og vaxandi samkeppni á lánamarkaði. Aukningin endurspeglar bæði aukna markaðshlutdeild Landsbankans og miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði.

Vanskilahlutfall hélt áfram að lækka og var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 1,7% á sama tímabili í fyrra.

Kostnaðarhlutfall fyrstu þriggja mánaða ársins var 42,5% samanborið við 55,8% á sama tímabili árið áður.

Lækkunin skýrist bæði af auknum tekjum og lægri rekstrarkostnaði.

Eigið fé Landsbankans var 233,9 milljarðar króna 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 27,4%. Landsbankinn greiðir á þessu ári 24,8 milljarða króna í arð. Annars vegar er um að ræða 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins og var hún greidd til hluthafa 29. mars 2017. Hins vegar er um að ræða sérstakan arð til hluthafa, að fjárhæð 11,8 milljarðar króna, sem greiddur verður til hluthafa 20. september 2017.

Árshlutareikningur samstæðu 1F 2017

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir:

„Uppgjör Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi er gott og afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur bankans halda áfram að aukast sem stafar bæði af auknum umsvifum í atvinnulífinu og aukinni markaðshlutdeild. Arðsemi bankans er góð og sýnilegur árangur er af umbótum í rekstri bankans. Óreglulegir liðir setja nokkurn svip á afkomuna á ársfjórðungnum en þó er ljóst að jafn og góður vöxtur er í reglulegri starfsemi bankans. Við höldum sterkri stöðu okkar á fyrirtækjamarkaði og í markaðsviðskiptum. Á einstaklingsmarkaði er Landsbankinn nú með 39,2% hlutdeild, samkvæmt Gallup-könnunum. Þetta er afar ánægjulegur árangur, enda leggjum við mikla áherslu á að viðskiptavinir finni að við erum traustur samherji þeirra í fjármálum. Það felst mikil viðurkenning í því að viðskiptavinir kjósi í auknum mæli að beina sínum viðskiptum til Landsbankans. Vanskilahlutfallið hefur aldrei verið lægra og fögnum við þessari staðfestingu á bættri stöðu viðskiptavina okkar.“

Helstu atriði úr rekstri á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2017

Rekstur:

 • Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi nam 7,6 milljörðum króna, samanborið við 3,3 milljarða króna á 1F 2016.
 • Arðsemi eiginfjár eftir skatta nam 12,5%, samanborið við 5,0% fyrir sama tímabil árið 2016.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í samanburði við 7,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2016.
 • Virðisbreytingar útlána á fyrstu þremur mánuðum ársins voru jákvæðar um 1,8 milljarð króna.
 • Hreinar þjónustutekjur hækkuðu um 7% og námu 2,1 milljarði króna en þær voru tæpir 2 milljarðar króna á 1F 2016.
 • Vaxtamunur eigna og skulda nemur 2,2% samanborið við 1,9% á sama tímabili árið áður.
 • Laun og launatengd gjöld námu 3,5 milljörðum króna og lækkuðu um 7% á milli tímabila.
 • Annar rekstrarkostnaður nam 2,4 milljörðum króna og lækkaði um 2,9% frá sama tímabili árið áður.
 • Kostnaðarhlutfall fyrstu þriggja mánaða ársins var 42,5% samanborið við 55,8% á sama tíma árið áður.
 • Stöðugildi voru 1.000 þann 31. mars en voru 1.063 á sama tíma í fyrra.

Efnahagur:

 • Eigið fé Landsbankans nam í lok mars um 233,9 milljörðum króna og hefur það lækkað um 7% frá áramótum.
 • Eiginfjárhlutfall bankans (e. total capital ratio) þann 31. mars 2017 var 27,4% en var 31,2% í lok mars 2016. Það er umfram 22,1% eiginfjárviðmið Fjármálaeftirlitsins.
 • Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok mars 2017.
 • Innlán viðskiptavina námu 594,6 milljörðum króna í lok mars 2017 samanborið við 589,7 milljarða króna í lok árs 2016.
 • Ný útlán til viðskiptavina á fyrsta ársfjórðungi eru um 75 milljarðar króna en að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækka heildarútlán um 19 milljarða á tímabilinu.
 • Landsbankinn gaf í mars út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra, að jafnvirði um 34 milljarða króna. Skuldabréfin eru til 5 ára með lokagjalddaga í mars 2022, þau bera fasta 1,375% vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 130 punkta álagi ofan á millibankavexti í evrum.
 • Lausafjárstaða bankans er sem fyrr sterk, jafnt í erlendri mynt sem í íslenskum krónum, og vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Lausafjárhlutfall (e. LCR) var 158% í lok mars 2017.
 • Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum námu 1,3% í lok mars 2017 samanborið við 1,5% í lok árs 2016.
 • Í september 2016 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á þremur nánar tilgreindum endurkaupatímabilum. Þriðja endurkaupatímabilið var frá 13. febrúar 2017 til og með 24. febrúar 2017. Á þriðja endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 8.509.625 eigin hluti á genginu 10,6226 að kaupvirði 90.394.085 krónur.
Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)
  1F 2017 1F 2016 2016 2015
Hagnaður eftir skatta 7.576 3.315 16.643 36.460
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 12,5% 5,0% 6,6% 14,8%
Leiðrétt arðsemi eftir skatta * 11,7% 5,7% 7,7% 10,6%
Vaxtamunur eigna og skulda ** 2,2% 1,9% 2,3% 2,2%
Kostnaðarhlutfall *** 42,5% 55,8% 48,4% 43,8%

  31.03.17 31.03.16 31.12.16 31.12.15
Heildareignir 1.182.467 1.106.700 1.111.157 1.118.658
Útlán til viðskiptavina 872.350 814.669 853.417 811.549
Innlán frá viðskiptavinum 594.565 545.208 589.725 559.051
Eigið fé 233.894 267.846 251.231 264.531
Eiginfjárhlutfall (CAR) 27,4% 31,2% 30,2% 30,4%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 159% 133% 154% 136%
Heildarlausafjárþekja 158% 134% 128% 113%
Lausafjárþekja erlendra mynta 153% 496% 743% 360%
Vanskilahlutfall (>90 daga) 1,3% 1,7% 1,5% 1,8%
Stöðugildi 1.000 1.063 1.012 1.063

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = (Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta) / meðalstaða eigin fjár.

** Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).

*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).


Árshlutareikningur samstæðu 1F 2017

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

06. ágúst 2020 11:35

Hagsjá: Minni hækkanir íbúðaverðs um land allt á öðrum ársfjórðungi

Íbúðaverð hækkaði minna á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta, en þó allt að 10% milli ára, mest á Akranesi. Talsvert virðist streyma inn af nýju húsnæði.


Nánar

04. ágúst 2020 09:15

Vikubyrjun 4. ágúst 2020

Hagstofan birti á dögunum bráðabirgðatölur um flutninga fólks til og frá landinu á öðrum ársfjórðungi og er greinilegt að útbreiðsla Covid-19-faraldursins hefur þar haft áhrif. Mun færri íslenskir ríkisborgarar fluttu af landi brott og að sama skapi fluttu mun færri erlendir ríkisborgarar til landsins en oft áður á þessum tíma árs.


Nánar

30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista