20. mars 2017 17:10
Greining og viðtöl í tengslum við ráðstefnu SVÞ um verslun og þjónustu

Í tengslum við ráðstefnu Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fimmtudaginn 23. mars nk. mun Landsbankinn birta ítarlega greiningu Hagfræðideildar á stöðu verslunar á Íslandi. Jafnframt verða á fimmtudag birt viðtöl við kaupmenn og fleira forystufólk á þessu sviði á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans.
Ráðstefna SVÞ – Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – og er haldin í tengslum við aðalfund samtakanna. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 23. mars.
Forvitnileg erindi
Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu og þróun verslunar og þjónustu, m.a. í ljósi sífellt aukinnar netverslunar, breytinga á tollum og komu H&M og Costco til landins.
Aðalræðumaður fundarins er Anna Felländer, ráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar á sviði stafrænnar tækni. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans mun kynna nýja greiningu Hagfræðideildar. Þá munu Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarpa fundinn.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á ráðstefnuna eru á vef Samtaka verslunar og þjónustu.
Skráning á ráðstefnuna
11. desember 2019 09:13
Vegna veðurs og rafmagnstruflana verður röskun á þjónustu í útibúum og afgreiðslum Landsbankans á Norður-, Austur og Suðausturlandi í dag.
Nánar10. desember 2019 10:22
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti, sanngirni og viðeigandi gagnsæi á gjaldeyrismarkaði.
Nánar11. desember 2019 10:13
Hlutfallslega færri nú en áður telja sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Útreikningar benda þó til þess að staðan sé nokkurn veginn óbreytt. Kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna og hraðari eignamyndun húsnæðiseigenda gæti gert það að verkum að húsnæðiskostnaður virki ekki jafn íþyngjandi.
Nánar