Fréttir

10. maí 2016 07:36

Hagsjá: Staðan á vinnumarkaði leitar í kunnuglegt horf

Samantekt

Atvinnuleysi hefur minnkað hratt á undanförnum misserum og er orðið minna áhyggjuefni en áður var. Nú í mars var skráð atvinnuleysi 2,7% og meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánuði 2,8% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Samkvæmt mati stjórnenda í könnun Seðlabankans og Samtaka atvinnulífsins frá því í mars telur um þriðjungur fyrirtækja að um skort á starfsfólki sé að ræða samanborið við 17% á síðasta ári. Umræðan er aftur orðin hávær um að ekki verði hægt að anna vinnuaflseftirspurn á næstu árum með innlendu vinnuafli einvörðungu og því þurfi innflutningur vinnuafls að stóraukast.

Hagstofan hefur ekki enn birt tölur um fólksflutninga til og frá landinu á árinu 2015, en á árunum 2012-2014 fluttu rúmlega þrjú þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar á aldrinum 20-59 ára til landsins en frá því. Ætla má að nettóinnflutningur hafi ekki verið minni á árinu 2015 en á árinu 2014.

Í mars hafði atvinnuþátttaka síðustu 12 mánuði verið 82,7% að meðaltali. Samsvarandi tala í mars 2015 var 81,9%. Á árinu 2007 var atvinnuþátttaka að meðaltali 83,6% og 82,8% á árinu 2008. Árið 2012 var atvinnuþátttakan að meðaltali 80,5% þannig að hún er nú rúmum tveimur prósentustigum meiri en var þá. Starfandi einstaklingum fjölgaði um sex þúsund á árinu 2015 frá árinu áður. Frá árinu 2012 hefur starfandi einstaklingum fjölgað um rúm fjórtán þúsund.

Í kjölfar hrunsins jókst atvinnuleysi mun meira á höfuðborgarsvæðinu og á Suðunesjum en annars staðar á landinu. Skráð atvinnuleysi fór yfir 13% á Suðunesjum á árinu 2010 og á sama tíma fór það upp undir 9% á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali fór atvinnuleysi á landsbyggðinni hæst í tæp 7% á árinu 2010. Á síðustu árum hefur þróun atvinnuleysis verið mjög hagstæð á Suðurnesjum og hefur það nálgast stöðuna annars staðar á landinu. Nú í mars hafði meðalatvinnuleysi á Suðurnesjum verið 4,4% síðustu 12 mánuði, 3,5% á höfuðborgarsvæðinu og 3,0% á landsbyggðinni.

Það lítur því út fyrir að áhyggjur manna í dag beinist ekki eins mikið að atvinnuleysinu eins og verið hefur á síðustu árum, nú er meira rætt um skort á vinnuafli og væntanlegan mikinn innflutning erlends vinnuafls. Skjótt skipast veður í lofti eins og oft áður í íslensku efnahagslífi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Staðan á vinnumarkaði leitar í kunnuglegt horf

18. júní 2019 14:54

Umræðan: Fleiri góð ráð um kortanotkun í útlöndum

Greiðslukortasérfræðingur hjá Landsbankanum mælir með því að fólk greiði með snertilausum hætti, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni greiðslukorta. Þannig minnki hætta á að óviðkomandi sjái PIN-númerið.


Nánar

11. júní 2019 13:36

Umræðan: Viðskiptavinir Landsbankans tóku Apple Pay fagnandi

Apple Pay fór fyrst í loftið í Bandaríkjunum í október 2014. Fyrir um einum mánuði, í byrjun maí 2019, þegar Landsbankinn og Arion banki buðu viðskiptavinum sínum að nota lausnina, varð Ísland 38. Apple Pay-landið. En hvað er Apple Pay og af hverju var lausnin svo lengi að ná Íslandsströndum?


Nánar

18. júní 2019 09:25

Vikubyrjun 18. júní 2019

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins á því tímabili.


Nánar