Fréttir

Hægt að panta gjald­eyri á net­inu og sækja í úti­bú

Viðskiptavinir Landsbankans geta nú pantað gjaldeyri á netinu og sótt hann næsta virka dag í útibú Landsbankans að eigin vali. Á vef Landsbankans hefur verið opnuð pöntunarsíða fyrir gjaldeyri. Viðskiptavinir fá SMS-skilaboð þegar pöntun hefur verið afgreidd og að hægt sé að sækja gjaldeyrinn í það útibú sem valið var.
29. apríl 2016

Viðskiptavinir Landsbankans geta nú pantað gjaldeyri á netinu og sótt hann næsta virka dag í útibú Landsbankans að eigin vali. Með þessu er bæði hægt að spara tíma og fyrirhöfn.

Á vef Landsbankans hefur verið opnuð pöntunarsíða fyrir gjaldeyri. Viðskiptavinir fá SMS-skilaboð þegar pöntun hefur verið afgreidd og að hægt sé að sækja gjaldeyrinn í það útibú sem valið var. Vegna gjaldeyrishafta geta einungis viðskiptavinir Landsbankans  nýtt sér þessa þjónustu, gegn því að sýna afrit af farseðli.

Pöntunarsíða fyrir gjaldeyri

Síðasti afgreiðsludagur í Leifsstöð er 30. apríl

Síðasti afgreiðsludagur útibús Landsbankans í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er laugardagurinn 30. apríl nk. Landsbankinn hefur rekið útibú í Leifsstöð frá opnun flugstöðvarinnar og hafði fullan hug á að halda þeim rekstri áfram. Á grundvelli útboðs ákvað Isavia, sem m.a. rekur Leifsstöð, hins vegar að hefja viðræður við Arion banka um rekstur fjármálaþjónustu í Leifsstöð. Samningur Landsbankans og Isavia rennur út á miðnætti 30. apríl nk.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur