Fréttir

14. mars 2016 09:55

Tilkynning frá Landsbankanum

Bankaráð Landsbankans hefur fengið bréf frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um sölu Landsbankans á 31,2% hlut í Borgun árið 2014. Í niðurlagi bréfsins er óskað eftir viðbrögðum bankaráðsins.

Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni innan nokkurra daga.

Bankaráðið svarar Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur er og birtir svarið opinberlega. Þá verður fjallað um málið á aðalfundi bankans 14. apríl nk.

Upplýsingasíða um sölu á hlut Landsbankans í Borgun

26. nóvember 2020 15:10

Hagsjá: Afgangur af þjónustuviðskiptum en halli á vöruviðskiptum

Útflutningur vöru og þjónustu nam 244,5 mö.kr. á þriðja ársfjórðungi borið saman við um 374,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 130,2 ma.kr., eða rúman þriðjung milli ára. Innflutningur vöru og þjónustu nam 258,1 mö.kr. á þriðja fjórðungi borið saman við 314,3 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 56,3 ma.kr., eða 17,9%. Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum nam því 13,6 mö.kr. en á sama tíma í fyrra var afgangur upp á 60,4 ma.kr.


Nánar

25. nóvember 2020 16:30

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi 1. desember nk. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig.


Nánar

24. nóvember 2020 12:31

Hagsjá: Airbnb markaðurinn mun líkast til halda áfram að smækka

Hlutfall íbúða í Airbnb með enga nýtingu er mun hærra en á síðustu árum.


Nánar

Skráðu þig á póstlista