Fréttir

14. mars 2016 09:55

Tilkynning frá Landsbankanum

Bankaráð Landsbankans hefur fengið bréf frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um sölu Landsbankans á 31,2% hlut í Borgun árið 2014. Í niðurlagi bréfsins er óskað eftir viðbrögðum bankaráðsins.

Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni innan nokkurra daga.

Bankaráðið svarar Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur er og birtir svarið opinberlega. Þá verður fjallað um málið á aðalfundi bankans 14. apríl nk.

Upplýsingasíða um sölu á hlut Landsbankans í Borgun

18. september 2020 12:27

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar verulega, annan mánuðinn í röð

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða í ágúst. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Verðhækkanir í sumar voru talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan.


Nánar

18. september 2020 08:07

Mikil umframeftirspurn í hlutafjárútboði Icelandair Group

Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16.00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum.


Nánar

17. september 2020 13:28

Reyna að nýta sér stolin kortanúmer

Valitor varaði í gær, 16. september, við tölvupóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor. Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér nú kortaupplýsingarnar sem þeir fengu með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista