Fréttir

14. mars 2016 09:55

Tilkynning frá Landsbankanum

Bankaráð Landsbankans hefur fengið bréf frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um sölu Landsbankans á 31,2% hlut í Borgun árið 2014. Í niðurlagi bréfsins er óskað eftir viðbrögðum bankaráðsins.

Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni innan nokkurra daga.

Bankaráðið svarar Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur er og birtir svarið opinberlega. Þá verður fjallað um málið á aðalfundi bankans 14. apríl nk.

Upplýsingasíða um sölu á hlut Landsbankans í Borgun

04. ágúst 2020 09:15

Vikubyrjun 4. ágúst 2020

Hagstofan birti á dögunum bráðabirgðatölur um flutninga fólks til og frá landinu á öðrum ársfjórðungi og er greinilegt að útbreiðsla Covid-19-faraldursins hefur þar haft áhrif. Mun færri íslenskir ríkisborgarar fluttu af landi brott og að sama skapi fluttu mun færri erlendir ríkisborgarar til landsins en oft áður á þessum tíma árs.


Nánar

30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

30. júlí 2020 10:42

Hagsjá: Aukin sala nýbygginga

Fleiri nýjar íbúðir seldust á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Mikið hefur verið byggt á síðustu árum og sums staðar hefur verð lækkað.


Nánar

Skráðu þig á póstlista