Fréttir

Net­banki ein­stak­linga val­inn besta þjón­ustu­svæð­ið

Netbanki Landsbankans er besta þjónustusvæðið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna árið 2015. Verðlaunin voru afhent á árlegri uppskeruhátíð vefiðnaðarins 29. janúar.
29. janúar 2016

Átta manna dómnefnd valdi úr hópi á annað hundrað tilnefninga en veitt voru verðlaun í 15 flokkum. Þetta er annað árið í röð sem netbankinn hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu.

„Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu fagmanna á sviði vefþróunar,“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður Vefdeildar Landsbankans: „Við hlustum á álit viðskiptavina okkar og höfum brugðist við fjölmörgum athugasemdum þeirra. Netbankinn er í sífelldri þróun sem hættir ekki þó hann hafi verið gefinn út. Mikilvægt er að nýta þá reynslu sem fæst við notkun netbankans til að halda áfram að þróa hann og bæta.“

Starfsmenn vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununumStarfsmenn Vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununum.
Ljósmynd: Bent Marinósson

Umsögn dómnefndar: „Mörg frambærileg þjónustusvæði viðskiptavina voru tilnefnd í þessum flokki. Sigurvegarinn sýnir mikinn metnað og alúð við verkefnið. Framsetning efnis er notendavæn og allar aðgerðir skýrar og einfaldar, jafnvel fyrir notendur sem eru að koma að í fyrsta sinn. Góð virkni og látlaus hönnun gera þjónustusvæðið að verðlaunaverkefni.“

Netbankinn endurhannaður frá grunni

Netbanki einstaklinga var opnaður fyrir rúmu ári síðan. Hann hafði verið endurnýjaður frá grunni, með nýju viðmóti, nýrri uppbyggingu og nýjum möguleikum með það fyrir augum að bjóða viðskiptavinum upp á aðgengilegri, einfaldari og þægilegri netbanka. Gamli netbankinn var nokkuð kominn til ára sinna og var kominn tími til að uppfæra viðmótið í honum og flæði aðgerða, meðal annars í ljósi stóraukinnar notkunar spjaldtölva og snjallsíma. Á nýliðnu ári hefur verið unnið að enn frekari endurbótum á netbankanum, hann hefur verið fínpússaður og lagaður, m.a. vegna viðbragða og athugasemda viðskiptavina.

Viljum tryggja aðgengi allra að netbankanum

Netbankinn var einnig tilnefndur sem aðgengilegasti vefurinn. Sérstök vinna var lögð í að tryggja aðgengi allra að netbankanum. Vefdeild Landsbankans fékk ómetanlega aðstoð frá Birki Gunnarssyni aðgengisráðgjafa við það verkefni en einnig hafa viðskiptavinir haft samband við okkur og veitt góð ráð varðandi aðgengismál. Séð var til þess að hugbúnaður eins og JAWS fyrir Windows eða Voice Over á Mac hafi greiðan aðgang að netbankanum og að flæði með lyklaborði sé gott.

„Við höfum fengið dygga aðstoð viðskiptavina við endurbætur á aðgengi í netbankanum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þá hjálp,“ segir Snæbjörn. „Það var því mjög ánægjulegt að netbankinn skyldi einnig hafa hlotið tilnefningu í flokknum „Aðgengilegir vefir“ og erum við mjög stolt af því.“

Íslensku vefverðlaunin 2015

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
8. des. 2023
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 11. desember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Austurbakki
5. des. 2023
Niðurstaða athugunar á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í dag, 5. desember 2023, gagnsæistilkynningu vegna athugunar sem fram fór í apríl 2022 á aðgerðum Landsbankans gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gerðar voru tilteknar athugasemdir við varnir bankans en ekki var talin ástæða til að beita bankann sektum eða öðrum viðurlögum.
Togari við Vestmannaeyjar
2. des. 2023
Tæplega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ísfélags hf.
Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14.00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B.
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur