Fréttir

Net­banki ein­stak­linga val­inn besta þjón­ustu­svæð­ið

Netbanki Landsbankans er besta þjónustusvæðið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna árið 2015. Verðlaunin voru afhent á árlegri uppskeruhátíð vefiðnaðarins 29. janúar.
29. janúar 2016

Átta manna dómnefnd valdi úr hópi á annað hundrað tilnefninga en veitt voru verðlaun í 15 flokkum. Þetta er annað árið í röð sem netbankinn hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu.

„Það er mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu fagmanna á sviði vefþróunar,“ segir Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður Vefdeildar Landsbankans: „Við hlustum á álit viðskiptavina okkar og höfum brugðist við fjölmörgum athugasemdum þeirra. Netbankinn er í sífelldri þróun sem hættir ekki þó hann hafi verið gefinn út. Mikilvægt er að nýta þá reynslu sem fæst við notkun netbankans til að halda áfram að þróa hann og bæta.“

Starfsmenn vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununumStarfsmenn Vefdeildar Landsbankans taka við verðlaununum.
Ljósmynd: Bent Marinósson

Umsögn dómnefndar: „Mörg frambærileg þjónustusvæði viðskiptavina voru tilnefnd í þessum flokki. Sigurvegarinn sýnir mikinn metnað og alúð við verkefnið. Framsetning efnis er notendavæn og allar aðgerðir skýrar og einfaldar, jafnvel fyrir notendur sem eru að koma að í fyrsta sinn. Góð virkni og látlaus hönnun gera þjónustusvæðið að verðlaunaverkefni.“

Netbankinn endurhannaður frá grunni

Netbanki einstaklinga var opnaður fyrir rúmu ári síðan. Hann hafði verið endurnýjaður frá grunni, með nýju viðmóti, nýrri uppbyggingu og nýjum möguleikum með það fyrir augum að bjóða viðskiptavinum upp á aðgengilegri, einfaldari og þægilegri netbanka. Gamli netbankinn var nokkuð kominn til ára sinna og var kominn tími til að uppfæra viðmótið í honum og flæði aðgerða, meðal annars í ljósi stóraukinnar notkunar spjaldtölva og snjallsíma. Á nýliðnu ári hefur verið unnið að enn frekari endurbótum á netbankanum, hann hefur verið fínpússaður og lagaður, m.a. vegna viðbragða og athugasemda viðskiptavina.

Viljum tryggja aðgengi allra að netbankanum

Netbankinn var einnig tilnefndur sem aðgengilegasti vefurinn. Sérstök vinna var lögð í að tryggja aðgengi allra að netbankanum. Vefdeild Landsbankans fékk ómetanlega aðstoð frá Birki Gunnarssyni aðgengisráðgjafa við það verkefni en einnig hafa viðskiptavinir haft samband við okkur og veitt góð ráð varðandi aðgengismál. Séð var til þess að hugbúnaður eins og JAWS fyrir Windows eða Voice Over á Mac hafi greiðan aðgang að netbankanum og að flæði með lyklaborði sé gott.

„Við höfum fengið dygga aðstoð viðskiptavina við endurbætur á aðgengi í netbankanum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þá hjálp,“ segir Snæbjörn. „Það var því mjög ánægjulegt að netbankinn skyldi einnig hafa hlotið tilnefningu í flokknum „Aðgengilegir vefir“ og erum við mjög stolt af því.“

Íslensku vefverðlaunin 2015

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur