Fréttir

28. janúar 2016 13:30

Fráleitar ásakanir í skjóli nafnleyndar

Steinþór Pálsson,
bankastjóri Landsbankans
Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 28. janúar 2016:

Í Skjóðunni í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, voru í gær settar fram alvarlegar rangfærslur og dylgjur í garð stjórnenda Landsbankans í skjóli nafnleyndar. Óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim.

Í Skjóðunni segir m.a. að það sé „ekki hægt að halda því fram að að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa Europe, sem nú færir nýjum eigendum marga milljarða“

Við í Landsbankanum höfum aldrei sagt að við vissum ekki af valréttinum milli Visa Inc. og Visa Europe.

Ekkert lá fyrir um að Borgun ætti að fá greiðslur vegna Visa Europe

Við söluna á Borgun lá á hinn bóginn ekkert fyrir um að Borgun ætti rétt á að fá greiðslur vegna hans. Þessar upplýsingar lágu heldur ekki fyrir við fyrri viðskipti með hluti í Borgun, s.s. á árunum 2010 og 2011, en valrétturinn er frá 2007.

Landsbankinn hefur fengið þær upplýsingar að greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe byggist að mestu leyti á erlendum Visa-umsvifum á því rúmlega ári sem liðið er frá því bankinn seldi hlut sinn.

Stjórnendur Borgunar hafa greint frá miklum vexti í útlöndum á árinu 2015. Landsbankinn vissi af áformum um vöxt erlendis en taldi þau áhættusöm, m.a. í ljósi fyrri útrásarsögu íslenskra kortafyrirtækja. Gagnrýni á bankann fyrir að selja á röngum tíma er skiljanleg en hafa verður í huga að bankinn sá ekki fyrir – fremur en aðrir – greiðslur til Borgunar vegna Visa Europe.

Landsbankinn taldi mikilvægt að selja minnihlutaeign sína í báðum kortafyrirtækjunum til að stuðla að sátt á kortamarkaði, enda lá fyrir sú afstaða Samkeppnieftirlitsins að aðeins einn banki mætti vera í eigendahópi kortafyrirtækis.

Bankinn seldi 31,2% hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar sem telst hátt verð fyrir fjármálafyrirtæki.

Tekið mark á gagnrýninni

Fullyrðingar Skjóðunnar um ásetning stjórnenda til að valda bankanum tjóni og að eignum hafi verið komið til „sérvalinna vina“ eru ósannar og fráleitar.

Við höfum tekið mark á gagnrýninni á söluferlið. Við hefðum betur haft söluferlið opið og við höfum breytt stefnu okkar til samræmis við það.

Frá því fyrst var greint frá greiðslum til Borgunar vegna Visa Europe í sl. viku hefur Landsbankinn lagt sig fram við að svara fyrirspurnum fjölmiðla og almennings. Til að gera nánari grein fyrir sölunni á hlutnum í Borgun opnaði bankinn á mánudag upplýsingasíðu á vef sínum. Við vonum að sem flestir kynni sér málið, líka þeir sem rita pistla undir nafnleynd í fjölmiðla.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans

Nánari upplýsingar og spurt og svarað vegna sölu Landsbankans á hlut í Borgun

26. nóvember 2020 15:10

Hagsjá: Afgangur af þjónustuviðskiptum en halli á vöruviðskiptum

Útflutningur vöru og þjónustu nam 244,5 mö.kr. á þriðja ársfjórðungi borið saman við um 374,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 130,2 ma.kr., eða rúman þriðjung milli ára. Innflutningur vöru og þjónustu nam 258,1 mö.kr. á þriðja fjórðungi borið saman við 314,3 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Hann dróst því saman um 56,3 ma.kr., eða 17,9%. Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum nam því 13,6 mö.kr. en á sama tíma í fyrra var afgangur upp á 60,4 ma.kr.


Nánar

25. nóvember 2020 16:30

Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi 1. desember nk. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra útlána til fyrirtækja lækka um 0,20 prósentustig.


Nánar

24. nóvember 2020 12:31

Hagsjá: Airbnb markaðurinn mun líkast til halda áfram að smækka

Hlutfall íbúða í Airbnb með enga nýtingu er mun hærra en á síðustu árum.


Nánar

Skráðu þig á póstlista