17. nóvember 2015 18:43
Landsbankinn undirritar loftslagsyfirlýsingu
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum og er í hópi rúmlega 100 íslenskra fyrirtækja og stofnana sem gert slíkt hið sama í samstarfi við Reykjavíkurborg og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Fyrirtækin hyggjast hvert með sínum hætti draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang í starfsemi sinni.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans undirritar loftslagsyfirlýsingu en með honum eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu sem stóðu að yfirlýsingunni.
Í byrjun desember verður 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í París. Þar verður rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga (UNFCCC) samþykktur, með það að markmiði að sporna við hnattrænni hlýnun og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Þjóðir heims hafa sett sér markmið um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur Ísland ásamt ríkjum Evrópusambandsins og fleirum lýst því yfir að dregið verði úr losun um 40%. Á Íslandi glímum við ekki við mengandi rafmagnsframleiðslu eða húshitun líkt og margar þjóðir en eitt helsta viðfangsefni okkar eru mengandi samgöngur og losun úrgangs.
Yfirlýsingin sem fyrirtæki og Reykjavíkurborg hafa skrifað undir verður afhent á loftslagsráðstefnunni í París. Aðild að yfirlýsingunni jafngildir því að þátttakendur setji sér einföld markmið fyrir lok júní 2016 um að:
- Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
- Minnka myndun úrgangs, m.a. með því að nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta.
- Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.
Nánar um verkefnið
Aðildarfyrirtækjum Festu, stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og 300 stærstu fyrirtækjum á Íslandi var boðin þátttaka í verkefninu. Verkefnið er hugsað sem hvatning um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu.
Fulltrúar 103 fyrirtækja og stofnana sem undirrituðu yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum í Höfða.
12. desember 2019 12:42
Tilgangurinn með fyrirhugaðri útgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga á grænum skuldabréfum er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd. Á Umræðunni er rætt við Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðsins og Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða Landsbankans um græna skuldabréfaútgáfu sem fer vaxandi á heimsvísu.
Nánar10. desember 2019 10:22
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti, sanngirni og viðeigandi gagnsæi á gjaldeyrismarkaði.
Nánar12. desember 2019 14:34
Dregið hefur úr fækkun erlendra ferðamanna á síðustu mánuðum.
Nánar