Fréttir

17. nóvember 2015 18:05

Breytingar á þjónustu á Seyðisfirði

Um áramótin verður afgreiðsla Landsbankans á Seyðisfirði færð í annað húsnæði og um leið verða gerðar breytingar á starfseminni og á afgreiðslutíma. Viðræður hafa staðið yfir við sýslumanninn á Austurlandi um að afgreiðsla Landsbankans opni í húsakynnum sýslumanns að Bjólfsgötu 7 á Seyðisfirði og er allt útlit fyrir að samningar takist.

Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi banka á undanförnum árum. Yfir 80% allra bankaviðskipta eru nú rafræn og þetta hlutfall fer hækkandi. Þörf fyrir hefðbundin útibú og afgreiðslur hefur því minnkað. Þá eru gerðar ríkar kröfur um aukna hagkvæmni í rekstri Landsbankans. Breytingarnar á Seyðisfirði eru liður í að bregðast við þessu.

Afgreiðsla Landsbankans að Bjólfsgötu 7 verður opin frá klukkan 12.00 til 15.00, alla virka daga. Einn starfsmaður mun vinna í afgreiðslunni, í stað þriggja nú. Búið er að kynna þessar breytingar fyrir starfsfólki bankans á Seyðisfirði.

Hraðbankinn í afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði verður fluttur á nýjan stað og verður hann sem fyrr aðgengilegur allan sólarhringinn.

Eftir breytingarnar verður afgreiðsla Landsbankans á Seyðisfirði með svipuðu sniði og í Bolungarvík, en þar tekur Landsbankinn þátt í rekstri þjónustumiðstöðvar í Ráðhúsi Bolungarvíkur ásamt sýslumanninum á Vestfjörðum og Póstinum.

Póstþjónusta er nú veitt í afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði en það fyrirkomulag mun breytast. Pósturinn er í viðræðum við aðra mögulega samstarfsaðila og mun tilkynna breytingar á þjónustu sinni síðar.

Landsbankinn rekur eftir sem áður langvíðfeðmasta útibúanetið á landinu en alls eru útbú og afgreiðslur bankans 38 talsins. Um 60% af starfsmönnum útibúa starfa utan höfuðborgarsvæðsins, miðað við stöðugildi.

06. febrúar 2020 16:17

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2019

Hagnaður Landsbankans á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna, eftir skatta. Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 7,5% á árinu 2019, samanborið við 8,2% arðsemi árið 2018. Arðsemi eiginfjár án bankaskatts var 9,2% en markmið bankans er að ná að lágmarki 10% arðsemi eiginfjár, að teknu tilliti til áhrifa bankaskatts.


Nánar

20. febrúar 2020 08:57

Lánasjóður sveitarfélaga gefur út græn skuldabréf

Lánasjóður sveitarfélaga lauk þann 19. febrúar 2020 lokuðu útboði á nýjum grænum skuldabréfum í flokknum LSS040440 GB. Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.


Nánar

19. febrúar 2020 10:25

Niðurstöður endurkaupatilboðs

Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um niðurstöður endurkaupatilboðs sem tilkynnt var þann 11. febrúar 2020 til eigenda skuldabréfa í flokki EUR 500.000.000 1,625% á gjalddaga árið 2021 (ISIN: XS1490640288) þar sem bankinn bauðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Endurkaupatilboðið byggði á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsett 11. febrúar 2020.
Nánar