Fréttir

17. nóvember 2015 18:05

Breytingar á þjónustu á Seyðisfirði

Um áramótin verður afgreiðsla Landsbankans á Seyðisfirði færð í annað húsnæði og um leið verða gerðar breytingar á starfseminni og á afgreiðslutíma. Viðræður hafa staðið yfir við sýslumanninn á Austurlandi um að afgreiðsla Landsbankans opni í húsakynnum sýslumanns að Bjólfsgötu 7 á Seyðisfirði og er allt útlit fyrir að samningar takist.

Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi banka á undanförnum árum. Yfir 80% allra bankaviðskipta eru nú rafræn og þetta hlutfall fer hækkandi. Þörf fyrir hefðbundin útibú og afgreiðslur hefur því minnkað. Þá eru gerðar ríkar kröfur um aukna hagkvæmni í rekstri Landsbankans. Breytingarnar á Seyðisfirði eru liður í að bregðast við þessu.

Afgreiðsla Landsbankans að Bjólfsgötu 7 verður opin frá klukkan 12.00 til 15.00, alla virka daga. Einn starfsmaður mun vinna í afgreiðslunni, í stað þriggja nú. Búið er að kynna þessar breytingar fyrir starfsfólki bankans á Seyðisfirði.

Hraðbankinn í afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði verður fluttur á nýjan stað og verður hann sem fyrr aðgengilegur allan sólarhringinn.

Eftir breytingarnar verður afgreiðsla Landsbankans á Seyðisfirði með svipuðu sniði og í Bolungarvík, en þar tekur Landsbankinn þátt í rekstri þjónustumiðstöðvar í Ráðhúsi Bolungarvíkur ásamt sýslumanninum á Vestfjörðum og Póstinum.

Póstþjónusta er nú veitt í afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði en það fyrirkomulag mun breytast. Pósturinn er í viðræðum við aðra mögulega samstarfsaðila og mun tilkynna breytingar á þjónustu sinni síðar.

Landsbankinn rekur eftir sem áður langvíðfeðmasta útibúanetið á landinu en alls eru útbú og afgreiðslur bankans 38 talsins. Um 60% af starfsmönnum útibúa starfa utan höfuðborgarsvæðsins, miðað við stöðugildi.

06. desember 2019 15:18

Umræðan: Birkir Rúnar Gunnarsson - „Aðgengismál ekki svartagaldur fyrir örfáa“

Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.


Nánar

05. desember 2019 10:36

Hagsjá: Hlutdeildarlán – ný lausn í mótun hjá stjórnvöldum

Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.


Nánar

22. nóvember 2019 13:37

Ekki hægt að skipta 500 evru seðlum eftir 5. desember

Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.


Nánar