Fréttir

23. október 2015 16:47

Breytingar á bankaþjónustu í Leifsstöð

Isavia, sem m.a. rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kynnti í dag að fyrirtækið muni hefja viðræður við Arion banka um rekstur fjármálaþjónustu í Leifsstöð, á grundvelli niðurstöðu útboðs. Því er útlit fyrir að Landsbankinn hætti fjármálaþjónustu í Leifsstöð eigi síðar en í lok apríl 2016 en sex mánaða uppsagnarfrestur er á samningi Landsbankans og Isavia.

Landsbankinn fékk tilkynningu um þessa niðurstöðu Isavia eftir hádegi í dag. Bankinn bað um að niðurstaðan yrði ekki gerð opinber strax til að ráðrúm gæfist til að gera starfsfólki grein fyrir málinu. Isavia varð ekki við þeirri beiðni og birti tilkynningu opinberlega áður en hægt var að gera starfsfólki viðvart. Landsbankinn harmar þessi vinnubrögð Isavia. Alls eru 25 starfsmenn í útibúi Landsbankans í Leifsstöð.

Landsbankinn hefur rekið útibú í Leifsstöð allt frá opnun flugstöðvarinnar og hafði fullan hug á að halda þeim rekstri áfram. Bankinn lagði mikla vinnu í tilboðsgerðina og telur að tilboð bankans hafi verið afar hagstætt.

27. mars 2020 14:05

Hagsjá: Verðbólga áfram undir markmiði

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,23% milli mánaða í mars og mælist verðbólgan nú 2,1% samanborið við 2,4% í febrúar. Þessi mæling kom lítið á óvart, en opinberar spár lágu á bilinu 0,2% og 0,3%. Við höfðum spáð 0,3%.


Nánar

27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar

25. mars 2020 09:32

Hagsjá: Erfiðir tímar fram undan á vinnumarkaði - en kaupmáttur heldur enn við

Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum er kaupmáttur enn að aukast miðað við fyrra ár þó hann hafi minnkað eilítið í febrúar. Kaupmáttur launa var þannig 2,4% meiri nú í febrúar en í febrúar í fyrra. Það er reyndar athyglisverð staða að kaupmáttur sé enn að aukast þegar hallað hefur undan fæti í efnahagslífinu. Um næstu mánaðamót verður áfangahækkun í mörgum kjarasamningum þannig að þess má vænta að kaupmáttur aukist aftur, en þegar líður á árið má búast við því að mjög erfitt ástand á vinnumarkaðnum fari að sjást á kaupmáttartölum.


Nánar