Fréttir

23. október 2015 16:47

Breytingar á bankaþjónustu í Leifsstöð

Isavia, sem m.a. rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kynnti í dag að fyrirtækið muni hefja viðræður við Arion banka um rekstur fjármálaþjónustu í Leifsstöð, á grundvelli niðurstöðu útboðs. Því er útlit fyrir að Landsbankinn hætti fjármálaþjónustu í Leifsstöð eigi síðar en í lok apríl 2016 en sex mánaða uppsagnarfrestur er á samningi Landsbankans og Isavia.

Landsbankinn fékk tilkynningu um þessa niðurstöðu Isavia eftir hádegi í dag. Bankinn bað um að niðurstaðan yrði ekki gerð opinber strax til að ráðrúm gæfist til að gera starfsfólki grein fyrir málinu. Isavia varð ekki við þeirri beiðni og birti tilkynningu opinberlega áður en hægt var að gera starfsfólki viðvart. Landsbankinn harmar þessi vinnubrögð Isavia. Alls eru 25 starfsmenn í útibúi Landsbankans í Leifsstöð.

Landsbankinn hefur rekið útibú í Leifsstöð allt frá opnun flugstöðvarinnar og hafði fullan hug á að halda þeim rekstri áfram. Bankinn lagði mikla vinnu í tilboðsgerðina og telur að tilboð bankans hafi verið afar hagstætt.

03. apríl 2020 14:19

Aðalfundur Landsbankans 22. apríl 2020

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 13.00. Fundinn átti upphaflega að halda 27. mars 2020 en honum var frestað vegna útbreiðslu Covid-19. Fundurinn verður haldinn í Austurstræti 11, Reykjavík.


Nánar

03. apríl 2020 14:14

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Krónan veiktist um 11,9% á móti evrunni í mars. Í lok mánaðarins stóð evran í 156,2 krónum samanborið við 139,6 krónur í lok febrúar.


Nánar

03. apríl 2020 13:54

Hagsjá: Breytingar fyrirhugaðar á leigumarkaði

Leiguverð lækkaði milli mánaða í febrúar en hefur almennt hækkað hraðar en íbúðaverð á allra síðustu árum. Fyrirhugaðar eru breytingar á umgjörð leigumarkaðar, þar sem meðal annars verða settar takmarkanir á hækkun leiguverðs, verði frumvarp ráðherra að lögum.


Nánar