Fréttir

23. október 2015 16:47

Breytingar á bankaþjónustu í Leifsstöð

Isavia, sem m.a. rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kynnti í dag að fyrirtækið muni hefja viðræður við Arion banka um rekstur fjármálaþjónustu í Leifsstöð, á grundvelli niðurstöðu útboðs. Því er útlit fyrir að Landsbankinn hætti fjármálaþjónustu í Leifsstöð eigi síðar en í lok apríl 2016 en sex mánaða uppsagnarfrestur er á samningi Landsbankans og Isavia.

Landsbankinn fékk tilkynningu um þessa niðurstöðu Isavia eftir hádegi í dag. Bankinn bað um að niðurstaðan yrði ekki gerð opinber strax til að ráðrúm gæfist til að gera starfsfólki grein fyrir málinu. Isavia varð ekki við þeirri beiðni og birti tilkynningu opinberlega áður en hægt var að gera starfsfólki viðvart. Landsbankinn harmar þessi vinnubrögð Isavia. Alls eru 25 starfsmenn í útibúi Landsbankans í Leifsstöð.

Landsbankinn hefur rekið útibú í Leifsstöð allt frá opnun flugstöðvarinnar og hafði fullan hug á að halda þeim rekstri áfram. Bankinn lagði mikla vinnu í tilboðsgerðina og telur að tilboð bankans hafi verið afar hagstætt.

06. febrúar 2020 16:17

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2019

Hagnaður Landsbankans á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna, eftir skatta. Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 7,5% á árinu 2019, samanborið við 8,2% arðsemi árið 2018. Arðsemi eiginfjár án bankaskatts var 9,2% en markmið bankans er að ná að lágmarki 10% arðsemi eiginfjár, að teknu tilliti til áhrifa bankaskatts.


Nánar

17. febrúar 2020 09:59

Lánasjóður sveitarfélaga: Útboð á grænum skuldabréfum

Lánasjóður sveitarfélaga efnir til fyrsta útboðs sjóðsins á nýjum grænum skuldabréfaflokki, LSS040440 GB, miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 20 ára, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og 1,50% föstum ársvöxtum. Lokagjalddagi er 4. apríl 2040.


Nánar

17. febrúar 2020 09:46

Hagsjá: Spáum 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða

Hagstofan birtir febrúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 27. febrúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,4% hækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 1,7% í 1,9%.


Nánar