Fréttir

23. október 2015 16:47

Breytingar á bankaþjónustu í Leifsstöð

Isavia, sem m.a. rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kynnti í dag að fyrirtækið muni hefja viðræður við Arion banka um rekstur fjármálaþjónustu í Leifsstöð, á grundvelli niðurstöðu útboðs. Því er útlit fyrir að Landsbankinn hætti fjármálaþjónustu í Leifsstöð eigi síðar en í lok apríl 2016 en sex mánaða uppsagnarfrestur er á samningi Landsbankans og Isavia.

Landsbankinn fékk tilkynningu um þessa niðurstöðu Isavia eftir hádegi í dag. Bankinn bað um að niðurstaðan yrði ekki gerð opinber strax til að ráðrúm gæfist til að gera starfsfólki grein fyrir málinu. Isavia varð ekki við þeirri beiðni og birti tilkynningu opinberlega áður en hægt var að gera starfsfólki viðvart. Landsbankinn harmar þessi vinnubrögð Isavia. Alls eru 25 starfsmenn í útibúi Landsbankans í Leifsstöð.

Landsbankinn hefur rekið útibú í Leifsstöð allt frá opnun flugstöðvarinnar og hafði fullan hug á að halda þeim rekstri áfram. Bankinn lagði mikla vinnu í tilboðsgerðina og telur að tilboð bankans hafi verið afar hagstætt.

06. desember 2019 15:18

Umræðan: Birkir Rúnar Gunnarsson - „Aðgengismál ekki svartagaldur fyrir örfáa“

Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.


Nánar

05. desember 2019 10:36

Hagsjá: Hlutdeildarlán – ný lausn í mótun hjá stjórnvöldum

Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.


Nánar

22. nóvember 2019 13:37

Ekki hægt að skipta 500 evru seðlum eftir 5. desember

Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.


Nánar