24. ágúst 2015 13:31
Það var líf og fjör í Landsbankanum á Menningarnótt og mikill fjöldi gesta naut fjölbreyttrar dagskrár og góðra veitinga. Menningarnótt var nú haldin í tuttugasta sinn og hefur bankinn verið máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi og boðið upp á menningardagskrá í útibúinu í Austurstræti.
Listaverkagangan var á sínum stað en hún hefur verið á dagskrá bankans á Menningarnótt um árabil og er alltaf jafn vinsæl. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur kynnti myndlist í bankanum með sérstaka áherslu á naglföst vegglistaverk Jóhannesar Kjarval, Jóns Stefánssonar og Nínu Tryggvadóttur.
Kvennakórinn Katla gladdi gesti með söng sínum en kórinn tók nokkur af sínum eftirlætislögum og hlaut mjög góðar undirtektir. Börnin fylltu síðan bankann þegar leikin voru atriði úr Bakaraofninum, barnasýningu eftir Felix Bergsson og Gunnar Helgason sem sýnd er í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Felix, Gunni sungu og léku en fengu einnig í heimsókn Ævar vísindamann. Loks fór hljómsveitin Dikta á kostum og flutti lög af væntanlegri breiðskífu en einnig nokkur af sínum vinsælustu lögum.
Myndasafn frá Menningarnótt í Landsbankanum
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.