24. ágúst 2015 13:31
Það var líf og fjör í Landsbankanum á Menningarnótt og mikill fjöldi gesta naut fjölbreyttrar dagskrár og góðra veitinga. Menningarnótt var nú haldin í tuttugasta sinn og hefur bankinn verið máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi og boðið upp á menningardagskrá í útibúinu í Austurstræti.
Listaverkagangan var á sínum stað en hún hefur verið á dagskrá bankans á Menningarnótt um árabil og er alltaf jafn vinsæl. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur kynnti myndlist í bankanum með sérstaka áherslu á naglföst vegglistaverk Jóhannesar Kjarval, Jóns Stefánssonar og Nínu Tryggvadóttur.
Kvennakórinn Katla gladdi gesti með söng sínum en kórinn tók nokkur af sínum eftirlætislögum og hlaut mjög góðar undirtektir. Börnin fylltu síðan bankann þegar leikin voru atriði úr Bakaraofninum, barnasýningu eftir Felix Bergsson og Gunnar Helgason sem sýnd er í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Felix, Gunni sungu og léku en fengu einnig í heimsókn Ævar vísindamann. Loks fór hljómsveitin Dikta á kostum og flutti lög af væntanlegri breiðskífu en einnig nokkur af sínum vinsælustu lögum.
Myndasafn frá Menningarnótt í Landsbankanum
12. desember 2019 12:42
Tilgangurinn með fyrirhugaðri útgáfu Lánasjóðs sveitarfélaga á grænum skuldabréfum er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd. Á Umræðunni er rætt við Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðsins og Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða Landsbankans um græna skuldabréfaútgáfu sem fer vaxandi á heimsvísu.
10. desember 2019 10:22
Landsbankinn hefur undirritað yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti, sanngirni og viðeigandi gagnsæi á gjaldeyrismarkaði.
12. desember 2019 14:34
Dregið hefur úr fækkun erlendra ferðamanna á síðustu mánuðum.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi