05. ágúst 2015 14:41
Landsbankinn er stoltur bakhjarl Hinsegin daga líkt og undanfarin ár. Hátíðin var sett í gær en hápunktur hennar er gleðigangan og metnaðarfull hátíðardagskrá á Arnarhóli laugardaginn 8. ágúst. Stuðningur Landsbankans er í senn litríkur og fjölbreyttur. Bankinn styður hátíðina með fjárframlagi og birtir hátíðisdagaauglýsingu á laugardag þar sem Íslendingum er óskað til hamingju með daginn. Þá tók bankinn að sér að dreifa kynningarriti hátíðarinnar í öllum útibúum í því skyni að kynna hátíðina enn betur um land allt.
Loks mun starfsfólk útibúa bera starfsmannakort sitt í lyklabandi í regnbogalitunum. Þannig verður stuðningur bankans við Hinsegin daga mjög sýnilegur og glæsilegur.
Dagskrá Hinsegin daga
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.