Fréttir

02. mars 2015 14:35

Morgunfundur: Hvaða tækifæri skapar lægra olíuverð?

Landsbankinn efnir til morgunfundar fimmtudaginn 5. mars þar sem áhrif olíuverðs á hagkerfið og fyrirtækjarekstur verða skoðuð.

Haldist olíuverð svipað og nú er gæti þjóðarbúið sparað sér að jafnvirði um 40 milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. Það er á við gjaldeyristekjur frá góðri loðnuvertíð eða af um 250 þúsund ferðamönnum. Augljóst er því að verðlækkun af þessu tagi hefur talsverð áhrif en Ísland flutti inn um 974 þúsund tonn af olíu í fyrra.

Olíuverð var tiltölulega stöðugt frá miðju ári 2011 fram á mitt ár 2014, um 110 dollarar fatið. Frá byrjun sumars til loka síðasta árs féll olíuverð skyndilega niður í um 55 dollara eða um 50%.

Á morgunfundi Markaða Landsbankans verður reynt að varpa ljósi á hver áhrif lægra olíuverðs gætu orðið á stöðu heimila og fyrirtækja í landinu, á hagvöxt, verðbólgu, gengi krónunnar og fleiri þætti.

Fundurinn verður haldinn í Norðurljósum í Hörpu
fimmtudaginn 5. mars kl. 8.30
.

Skráning

Dagskrá fundar

 • Opnunarávarp
  Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans.
 • Lækkun olíuverðs - orsakir og afleiðingar
  Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
 • Hvaða áhrif hefur lágt olíuverð á okkur?
  Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís.
 • Tveggja auðlinda tal
  Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group.
 • Samspil sjávarafurða og olíu
  Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri SFS.
 • Samantekt
  Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
 • Fundarstjóri
  Edda Hermannsdóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu. 

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8.30.

Skráning