20. janúar 2015 16:08
Nýr netbanki einstaklinga tekinn í notkun
Landsbankinn hefur nú tekið í notkun nýja útgáfu af netbanka einstaklinga. Fyrst um sinn verður þó einnig hægt að nota gamla netbankann.
Netbankinn hefur verið endurhannaður frá grunni, með nýju viðmóti, nýrri uppbyggingu og nýjum möguleikum, með það fyrir augum að bjóða upp á aðgengilegri, einfaldari og þægilegri netbanka. Nýi netbankinn er mótaður af viðskiptavinum Landsbankans þar sem endurhönnunin byggir á ítarlegum notkunarmælingum og þeim aðgerðum sem viðskiptavinir nota mest.
Algengustu og mikilvægustu aðgerðirnar eru alltaf við höndina þar sem þeirra er þörf. Það þýðir að notendur þurfa ekki að fara á sérstaka síðu til að framkvæma aðgerðir heldur eru þær kláraðar á staðnum. Notendur fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu þinni um leið og þeir hafa skráð sig inn í netbankann. Loks er auðvelt að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.
Nánari upplýsingar um nýja netbankann
Innskráningarsíða netbankans
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
Nánar05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
Nánar22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Nánar