Fréttir

19. desember 2014 12:07

Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Landsbankinn hf. hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011.

Þá undirrituðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands samstarfssamning um með það að markmiði að veita öllum fyrirtækjum tækifæri á að undirgangast formlegt mat á stjórnarháttum. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands annast framkvæmd matsins, en matsferlið byggir í meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

Umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar um Landsbankann